Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 13
ALMENN TÍÐINDI.
15
sem hömlur eru ekki lagðar á ræðufrelsið, koma fáryrðaseggir
— um leyndarfundi byltingamanna viljum vjer ekki tala —
sem eggja til stórræða og atfara að kúgurum alþýðunnar, og
helzta þrætuefnið er enn, hvort heldur skuli beitt löglegum
kappsmunum enn ofbeldisráðum. Vjer gátum þess í hinum
almenna kafla beggja árganganna siðustu (19. og 17. blss.), i
hverja stefnu vildi sækja í sumum löndum vorrar álfu, og svo
fer nú að visu að í flestum löndum, að fólkinu flestu verður
það ljósara og ljósara, að hjer skal og «með lögum land
byggja, en ekki með ólögum eyða». En ógæfan er, að skoð-
unum og álitum er hætt við að brjálast, þegar atvinnuleysið
færir neyð og sult að höndum, og þá þykir þeim, sem skort-
inn verða að þola — svo var það vorið og í júní 1848 í
París —, að ólögin sje þeirra megin og þeim sje um mest að
kenna, sem í auðlegð og fullsælu sitja. Hjer má eitt til dæmis
taka. þegar hinir belgisku vinnumenn í námum og verksmiðj-
um gerðu sig seka i vor leið eptir verkaföllin i róstum og rán-
um, voru þeir meir enn afsakaðir af bræðrum sinum í Belgíu
og annarstaðar, en er frá var liðið og öllu slegið í kyrrð,
urðu þeir á fundi verkmanna i Gent jafnt fyrir ámælum fyrir
athafnir sínar og sjálft atfaraliðið. þess skal annars af þeim
fundi getið, að sú uppástunga kom fram og fjekk allgóðan
róm, að verkmenn allra landa skyldu ekki að eins gera alls-
herjar bandalag sín á meðal, en lcosta kapps um að koma á
alþjóðalögum um kaup og vinnukosti verkmanna. Hjer er það
þá lagavegurinn, sem mönnum þykir ákjósanlegastur, þar sem
um er að ræða stöðvarbreyting verkmannalýðsins i þegnlegu
íjelagi. Lagaveginn hefir hið nýja fjelag í Bandaríkjunum í
Norðurameriku — «riddarar vinnunnar» — sjer fyrir augum.
«Riddarar vinnunnar» vilja ekki beita ofbeidi, og þá að eins
taka til verkafalla, þegar þeir sjá að annars er ekki kostur,
og að líkur eru til, að þeir vinni bug á veitendum vinnunnar.
Mark þeirra og mið er: að koma verkmönnum í færi, hafa
hönd í bagga, hvað löggjöfina snertir, að þeir eigi kjör sin,
sem verða má, undir sjálfum sjer, geti sjeð þörfum sínum
hæfilega borgið, andlegum og líkamlegum. það er hægt að