Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 42
44
ENGLAND.
fór frá Dýflinni, gerði borgarlýðurinn daginn að saknaðarhátíð,
búðum var lokað, og allt var á tjá og tundri. Blómsveig-
arnir rigndu á vagninn er lávarðurinn og kona hans óku í út
að járnbrautarstöðinni, borgin ómaði af kveðjuköllunum, og
fólkið þyrptist svo að vagninum að kveðja þau með handa-
bandi, að opt varð við að standa. Skilnaðarkveðjuna flutti
borgarstjórinn (lordmayor) á stöðinni, og bað lávarðinn
tjá fyrir drottningunni það sem hann hefði verið vottur að
þann dag, því af því gæti hún sjeð, hver þakklætisfögnuður
yrði vakinn hjá írsku þjóðinni, ef Bretadrottning yrði við óskum
hennar.
f>að er bágt að segja, hverra úrræða Irar helzt freista, ef
nýju harðræði verður við þá beitt. Leyndarfjelög þeirra, til
tundursprenginga og annara illræða, hafa að vísu legið niðri
nokkurn tima, og sumar sagnir bera, að verstu ódáðagarparnir
hafi farizt i síðustu tilræðum — t. d, í sprengingartilrauninni
við Temsárbrúna — eða sje upp festir eða í höpt settir, en
þær bæta við um leið, að samsærisfjelög til illgerða leynist
enn á Irlandi, og að þeim sje enn sami styrkur vís fyrir
handan hafið, bæði fje og tundurvjelar sem að undanförnu').
«Timesy> nefnir það fjelag Clan-no-Gáel, sem skæðustu bófum
á að vera skipað. — Annars er það frá Irum í Ameríku
(Bandarikjunum) að segja, að þeir styðja bræðurna heima með
miklum áhuga, með fundahöldum og samskotum. 20 þúsundir
dollara sendu þeir Parnell í sumar til kosningakostnaðar. I
seinna hluta ágúst.mánaðar stóð íjölsótt fundarmót í Chicagd,
og voru þar komnir 15000 málsmetandi manna frá öllum
Bandaríkjunum, og meðal þeirra tii nefndir menn af forustu-
mönnum Ira heima. Fundarmenn skiptust svo í tvo flokka, að
sumir eða meiri hlutinn vildi fylgja Parnell og hlíta að eins
löglegum ráðum máli Irlands til sigurs, en hinir eða þeir sem
lægra hlut báru á fundinum, vildu ekki leggja neinar hömlur á
’) Suroir kalla nú O’Donovan Rossa, «tundurpostulann» í Newyork,
dottinn úr sögunni, en í sumar leið boðaði hann í blaði sínu
» United Irland», að tekið skyldi til óspiltra múlanna.