Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 105
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
107
landinu i herfjötrum. J>á hafði nefnd þjóðrækinna manna sótt
á fund hans og beðið hann að styðja til, að sú stjórnarskipun
— «októberskráin»(?) — fengi aptur gildi, sem stjórnin í
Vínarborg hefði af tekið. Hertoginn hafði slegið hendinni á
sverðshjöltun og svarað: «hjerna er stjórnarskráin mín!» Fleira
bar enn á milli til kurs, því þó Janski færi frá fo'rustu i Búda-
Pest, hlaut hann aðra meiri í Böhmen, en foringjaembætti
(fyrir landvarnaliðinu) tekið af Edelsheim-Giulay greifa, mág
Andrassys, af þvi hann tók í þjóðræknisstrenginn i Jankímál-
inu. En það bætti ekki um, að sú forusta var seld hershöfð-
ingja frá Króatíu í hendur, en Króatar eru Ungverjum (Madj-
örum) jafnan ódælir. Tisza fór opt til Vínar á þessu bili, og
beiddist stundum lausnar af embætti, og mun hann hafa farið
hjer með meðalgöngu og umstilli til friðar, og honum mun mest
að þakka, að þykkja Ungverja og þjóstmælin í blöðunum tóku
að sefast, en öllu sló niður til fulls, þegar Tisza fjekk það
eiginhandarbrjef frá Jósefi keisara, sem var um Ieið auglýsing
til allra Ungverja og þjóðflokkanna í þeirra ríki. þar bað
keisarinn menn fyrir alla muni ekki gleyma, hvað herinn væri
eptir eðli sínu, saman standandi sem hann væri i heild sinni
af öllum þjóðflokkum alríkisins, og yfir sjer einn herdrottinn
(keisarann) hafandi. Hlutverk hersins væri sama og sitt, að
vera skjöldur og verja allra þjóðernanna og þegnlegra skipana
í hverju landi alríkisins. þetta gæti ekki farið, og ætti aldri
að fara í bága við sanna þjóðrækni og ættjarðarást, og þeir
færu með hættulega villu, sem annað kenndu.
Endurnýjun samningsins um verzlunar- og tollmál með
Ungverjum og vesturdeild alríkisins var ekki komið í kring
um árslokin, en gildi hans verður á enda þ. á. Ungverjar
eru mestu tollverndarmenn, þegar svo þykir hlýða; voru það
t. d. gagvart Rúmenum, og lögðu háan toll á kornvörur þaðan
fluttar, en hafa mótmælt sama bragði hvað steinolíu snertir, er
vesturdeildin hefir lagt mikinn toll á rdssneska steinolíu frá
Bakú við Kaspiska haf til þess, að atvinna og gróði af stein-
oliubrunnunum í Galizíu færi ekki forgörðum.
Stirt gengur enn um samkomulagið með Czekum og jþjóð-