Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 30
32
Ríkjakaflinn-
England.
Efniságrip: Inngangsorð. — Athafnir utanríkis (á Afganalandi, við
Svartahaf, í Miklagarði, á Egiptalandi). — Stjórn innanríkis■ eða írska
málið, og þau ráðherrasldpti, sem það olli, m. fl. — Sumt í málavöxtum
Ira; þakklæti þeirra við Gladstone og Aberdeen lávarð. — Um leyndar-
fjelög Ira; liðsinni bræðranna í Ameríku. — Forustumenn verkmanna og
sósíalistar í Lundúnum; róstusaga, m. fl. — Athafnir stjórnarinnar í öðr-
um álfum. — Af liðskosti Englendinga. — Sýning í Kensington. — Ný
brú yfir Tempsá. — Blaðatala og tímarita, — Námugos. — Seyrin saga.
— Mannalát.
Ef oss minnir rjett, var 1860 gert skop i einu ensku
blaði (Times?) að «hugsjóna-pólitílo> Napóleons þriðja jbegar
hann fór herförina til Ítalíu, en því heldur drýgindislega bætt
við, að það mætti þó með sannindum um Englendinga segja,
«að þeir reistu ekki styrjöld fyrir hugsjónir». Englendingum
fer sem öðrum, að «sínum augum lítur hver á silfrið», og má
vera, að þeim skjátlist ekki stórum, sem segja um þá, að þeir
sje í utanrikispólitík sinni meiri hagsjáendur enn hugsjóna-
menn. jþað mun nú í raun og veru um fleiri eða flesta mega
segja, en stundum er Englendingum öðrum fremur það þó fund-
ið til víta, að þeir sje of glöggvir um gagn sitt, og hirði heldur
lítið um, hverning högum náungans reiðir af, ef á honum má
sælast. Svo er enn sagt, að þó þeir stundum kasti stórfje á
glæ, þá horfi þeir annað veifið svo í silfrið, eða framlögin, að
vangætt verði bæði gagns og sæmda. Að því þótti koma,
þegar þeir ljetu Gordon bíða ófaranna í Khartum, og heyktust
svo sem kunnugt er við yms mikilræðin, sem áformuð voru
kölluð. Til gagns og sæmda var barizt, þegar þeir fylgdu
Frökkum — eða hugsjónagarpinuro, Napóleoni þriðja — tiL
Krímeyjar, en þó þögðu þeir eins og steinn, þegar Rússar
tættu í sundur Parisarsáttmálann eptir ósigur Frakka 1871. I
síðustu árgöngum þessa rits hefir verið sýnt nokkuð fram á„