Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 57
FRAKKLAND.
59
framgengt i ráðaneytinu og við Grévy, að allir prinsar skyldu
sviptir virðingarnöfnum í her, og það haft til ástæðu, að þeir
hefðu nöfnin hlotið á aðra visu enn aðrir foringjar, ekki fyrir
þjónustu eða afreksverlc, en fyrir hefðarákvæði konungdómsins,
sem konungmenni ættu sjer vísari enn allir aðrir. Boulanger
greindi svo frá á þinginu, að hertoginn af Aumale hefði 15
vetra gamall farið að stíga upp hefðarstigin, og hefði einmitt 6
árum siðar staðið á hershöfðingjariminni hinni efri og verið
herdeildarfoiingi (divisiónsgeneral). þess má annars hjer geta,
að flestir þeirra bræðra — synir Loðvíks Filippusar — hafa
aflað sjer frægðar í herferðum Frakka, bæði í Alzir1) og á
öðrum stöðum, og því mátti hertoganum þykja sjer freklega
boðið. I gremju sinni slcrifaði hann Grévy brjef, og sagði þar
hreint og beint, að rikisforsetinn hefði hlaupið yfir takmörk
heimildar sinnar. Virðing sín sjálfs, er hann væri hinn elzti i
hershöfðingjaráðinu, bæri það hærra enn forsetadæmið, að
Grévy gæti ekki hreift við þeirri frumtign, og því mundi hann
halda hershöfðingjanafni sínu eptirleiðis sem áður. Hjer var
harðri hnútu kastað að forseta ríkisins, og stjórnin gat ekki
látið koma minna á móti enn burtvisan af landi. Á þinginu
var skýrslu beidst um þetta mál af hermálaráðherranum, og þá
varð honum svo að orði, að brjef hertogans hefði verið
«ósvífið», en barón nokkur kallaði þar mælt «blauðs manns
orð». Boulanger skoraði hann á hólm. Baróninn hæfði ekki,
og af pistólu hins vildi ekki hlaupa. Má svo kalla, að þetta
sje eini dilkurinn, sem landflæmingin dró eptir sjer, þó ómerki-
legur sje. Aumalehertoginn tók sjer bólfestu i Belgíu (nálægt
Brukseli), og hjer skal þvi hnýtt við, að hann gaf í haust
akademiinu franska þann hallargarð og góz, sem Chantilly
heitir, en í höllinni fullt af dýrustu söfnum fagurlista og ann-
arar tegundar. Gózið og höllin metin á 20 mill. franka, og
söfnin sjálf á aðrar 20. en ársafgjaldið nemur 500,000 franka.
') J>að var hertoginn af Aumale, sem var fyrir þeim riddarasveitum,
sem rjeðust á herbúðir Abdel Kaders 16. mai 1843, og tóku þar
fjölda liðs höndum.