Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 17
ALMENN TÍÐINDI.
19
bana, þá yrði þar að sama að reka. Bismarck þreif þetta
vopn móti Bebel og sósíalistum, kvað órækt, að keisara- og
konungamorð væru viðlagagrein i lögmáli þeirra. Eptir þessu
yrðu þeir allir vargar í vjeum, sem stæðu i gegn sósíalistutn,
eða því sem þeir áformuðu. þeir hlytu lika að hata það flest
sem samþegnum þeirra væri hnossa kærast og dýrmætast
Uppkvæði þeirra væru sum furðulega samhljóða bannsöng
Fausts — i hinu alfræga leikriti Goethes —, þar sem hann
bölvaði allri fegurð og indæli, konu, barni og eignum, trú,
von og umfram allt þolinmæðinni. það var lokaræða i um-
ræðum málsins, og mun hafa hrifið á til sigurs, en þó var
atkvæðamunurinn ekki meiri enn 27. Skömmu áður hafði
Bismarck, er hann mælti fram með öðru máli á alríkisþinginu,
einokun brennivínsgerðar og sölu, haft sósíalismus fyrir hræðu
gagnvart mótmælendum frumvarpsins. Hann sýndi fram á
að hjer væri urn tekjuauka að ræða fyrir hið þýzka alríki, um
efling hers þess og varna. 1866 *) hefði sósialistahreifinganna
ekki gætt sem nú, þá hefði ekki borið svo mikið á þeirri
sundurlausn þjóðernisbandanna, sem sósíalismus ber með sjer.
1 annan stað hefði ekki það hatur með þjóðverjum og Slöfum
rutt sjer þá til rúms, sem nú væri svo mjög að blásið, en það
væri einmitt þetta, sem Frakkar kynnu að færa sjer í nyt. A
dögum hinnar miklu byltingar á Frakklandi fyrir aldamótin sið-
ustu hefði fæsta grunað, að þúsundárariki þýzkalands stóð við
heljarþröm — og enginn vissi til fullnustu, hvað nú færi i
hönd, og hver hætta þýzkalandi kynni að vera búin. En til
eins væru þó mestu líkur, og það væri, að hið næsta ótriðar-
bál i Evrópu yrði af ýmissi kveikju kynt. jbjóðverjar skyldu
hafa varann á sjer. þeir mættu ekki taka með öllu fyrir, að
Frakkar hefðu fyrir sjer nýtt merki í næsta sinn, rautt fána-
merki byltingamanna vorrar álfu. Sósíalistar hefðu fyrir orð-
tak: «hermaður í dag, vinnumaður ígær!» eða: «í vinnufötum í
dag, í hervoðum á morgun!» Bismarck vildi benda mönnum á,
hver hótun gæti verið í því orðtaki fólgin. f>ar kynni þó að koma,
') Viðureignarárið við Austurríki og þess bandamenn.
2*