Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1887, Page 56

Skírnir - 01.01.1887, Page 56
58 FRAKKLAND. dómsins á Frakklandi, eða í hverjum hávegum þjóðveldið væri þar haft i raun og veru. Örðugt móti risið í báðum deildum, og 40 af þjóðvaldsliðum fulltrúadeildarinnar greiddu atkvæði móti nýmælunum, en 23 yzt vinstra megin af þeim rökum, að þeir vildu á engar landflæmingar fallast. Málið gekk hjer fram með yfirburðum 83 atkvæða, eða 315 móti 232. þó meiri hluti nefndarinnar í öldungadeildinni væri nýmælunum mót- fallinn hlutu þau þar líka (23. júni) nógan afla til sigurs (141 atkv. gegn 107). Meðal mótmælenda voru hjer 59 af skörung- um þjóðveldismanna, en 33 greiddu ekki atkvæði eða komu ekki á fundinn. Daginn á eptir, eða á Jónsmessu, höfðu prins- arnir sig á burt og fjell hjer, sem von var á, mörgum þungt um skilnaðinn. Jerome Napóleon hjelt til Svisslands og hafði minnst við í kveðjum eða ummælum, en Viktor son hans, sem lagði leiðina til Belgíu, ljet vini sína vita — eða rjettara þjóðina — að hann skyldi vera reiðubúinn þegar kall hennar kæmi. Filippus greifi leitaði til Englands, og þaðan kom frá honum skörulegt ávarp til Frakka og með svo þunglegum at- kvæðum, að heitingum við þjóðveldið var líkast. Hann kallar sig í bjefinu «höfuð þeirrar frægu ættar, sem i 900 ár hafi unnið að þjóðlegri einungu Frakklands, og ásamt fólkinu skapað á meðlætis og mótlætistímum veldi þess og velmegun». Hann segir, að stýrendur þjóðveldisins hafi bakað landinu böl þess og óhamingju, muni koma því á heljarþröm, ef þeir nái að ráða, en sitt verkefni sje að stöðva fárið og óstjórnina, og hann skuli með Guðs hjálp gegna skyldu sinni og kalli. Berara gat enginn kallað til þjóðveldisins: «hjeðan af skaltu eiga mig á fætiN, og mörgum varð líka að orði þegar þeir lásu brjefið, að enginn hefði fært ríkari rök eða ástæður fyrir úrræði stjórnarinnar enn greifinn sjálfur. Mögum varð til að ámæla henni harðlega i fyrstu, en nú verður ekki betur sjeð, enn að flestir kannist við, að hjer hafi verið heppilega ráðið. — því má enn bæta við þessa landrekstrarsögu, að hertoginn af Aumale hlaut að fylgja frændum sínum nokkru síðar. það bar hjer til, að hinn nýi ráðherra fyrir hermálunum, Boulanger hershöfðingi — um hann síðar meira — hafði fengið þvi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.