Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 6

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 6
ti Kristján konungur IX. Skírnir. Sú viðleitni var reyndar allgömul. Frá þvi um 1700, er öll von var úti um það að ná aftur Skáni, stefndi pólitík dönsku stjórnarinnar að því að innlima Slésvík, en minna var hugsað um hitt að verjast ásókn þýzka þjóðernisins að sunnan, sem eigi var heldur við að búast meðan kon- ungarnir sjálíir voru svo þýzkir. Danskan komst fyrst upp að háborðinu eftir að Strúense hafði kollsiglt sig. I annan stað var hugurinn sá á Holtsetalandi og í þýzka hluta Slésvíkur að tengja þau lönd saman, og láta ein lög yfir þau ganga, sem sjálfstætt ríki í ríkjasam- bandinu þýzka, og var margt það í sögu og réttarástandi umliðins tíma, sem studdi þá viðleitni. Hitt skifti minnu, þótt Dankonungur bæri þar áfram hertoganafn. Beggja megin var yfirgangur, þar sem þjóðernin mættust. Danir hafa séð það eftir á og um seinan, að þeirra var eigi síður þágan að losna úr sambandinu við þýzku landahlutana, og þeir hefðu átt um það eitt að hugsa, að halda norðurhlut- anum danska. Færinu til þess sleptu þeir í síðari Slés- víkur-ófriðinum. Metnaðar-kreddan, eða sögu-lögstirfnin, um Danmörku óskerta til Ægisdyra, var enn ofrík hjá þeim er réðu. Kristjáni konungi VIII var það eflaust fyrir mestu að halda alríkinu saman á einhvern veg, og sennilega dans- aði hann hálfnauðugur, þegar hann gaf út hið svonefnda »opna bréf« 1846, og lét það undan þjóðlega straumnum hjá Dönum, að lýsa Slésvík undir sömu ríkiserfðalögum og sjálfa Danmörku. Því andmæltu þýzkir þegnar hans og svo gerði Karl Lukkuborgarhertogi, en Kristján prins bróðir hans lýsti sig því með öllu samþykkan, og lék úr því enginn vafi á þvi hverju megin hann væri, og mundu Danir honum það. Þegar hér var komið sögunni var það fyrir sjáanlegt, að karlleggur Aldinborgar-konunga væri innan skamms al- dauða. Þeir voru báðir barnlausir Friðrik krónprins kon- ungsson og Ferdinand konungsbróðir, sem varð »erfða- prins« við ríkistöku Friðriks VII, og engar líkur voru taldar til þess að þeim yrði framar barna auðið. Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.