Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 59
Skirnir.
Úr trúarsögu Forn-íslendinga.
ö9
óvini sína í kvalastaðnum; en ekki þarf mörgum orðum
að því að eyða, hversu óheppileg áhrif trúin á Helvíti,
einnig að þessu leyti, muni hafa haft á hugarfarið.
Umrenningur kemur að Hvammi; spyr Sturla hann
margs og fær að vita, að hann hafl komið í Hitárdal, þar
sem óvinur harts, Þorleifur beiskaldi, bjó.
»Hversu mátti Þorleifr?«, sagði Sturla. »Því var
betr, at hann mátti vel«, segir ferðamaðrinn. »Já, sagði
Sturla, »svá mun vera; því at allar kvalar munu honum
sparðar til annars heims«.
Umrenningurinn kemur siðar á árinu i Hitárdal.
»Þorleifr beiskaldi var spurull við hann, ok frétti: Komtú
ór Fjörðum vestan?«. Ferðamaðr sagði svo vera. Þor-
leifr spurði: »hversu er þangat ært?«. Hann segir þar
gott, »nema sótt görðisk þar nú mikil«. Þorleifr mælti:
»Komtú í Hvamm?«. »Já«, sagði hann. »Hversu mátti
Sturla bóndi?«. »Vel mátti hann«, segir ferðamaðr, »er
ek fór vestr; en nú lá hann er ek fór vestan, ok var
mjök tekinn«. »Svá mun vera«, sagði Þorleifr; »hann
mun nú hafa íllt en hálfu verra síðarr«15).
I þessari sögu er engin lýsing á Helvíti. En hér um
bil 100 árum síðar en Jón ögmundsson talaði fyrir
Magnúsi konungi berbein, verður leiðsla Rannveigar, og
fáum vér þar mjög merkilega fræðslu um Helvíti, þar sem
timburstokkar eru ekki einir um að hita. Það er þar ekki
ofn, heldur brennisteinshver, sem er fyrirmynd hugans i
Helvítissmíðunúm.
Rannveig hét kona austur í Fjörðum; »hon fylgði
presti þeim er Auðunn hét; hon hafðe fylgt öðrum preste
áðr«. (Hún var því að þessu leyti mjög vel til fallin að
fá slíka vitrun, eins og Maurer drepur á). »Hon var í
mörgu lage trúmaðr mikill, þótt henne sæist lítt um þetta«.
Rannveig fellur í dá, en þegar hún raknar við, segir hún
vitrun sína Guðmundi Arasyni, sem þá var prestur.
Fjandar grípa hana og draga yfir liraun og klungur, »en
þar er þau fóro sá hon kvalar margar ok menn í kvöl-
unum; en þeir fóro með hana, unz þeir kómu at þar hon