Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 1
Skírnir 1906.
Kristján konungur IX.
Konungur vor, Kristján hinn níundi, andaðist í aðseturs-
höll sinni Amalíuborg mánudaginn 29. jan. kl. 3,io eftir
hádegi.
Konungur hafði fyrri hluta dags frá kl. 11—1 veitt
fjölda manna viðtal, voru síðastir í þeim hóp 25 verkamenn
og undirforingjar frá herskipasmíðastöðinni, sem konungur
sæmdi heiðursmerki fyrir 25 ára dygga þjónustu. Var
konungur ern og hress að vanda, og hafði gamanyrði á
vörum við hvern einstakan í hópnum.
Konungur settist síðan að morgunverði, en á eftir
kendi hann lasleika, sem hann þó taldi óverulegan. Læknir-
inn, sem í höllinni bjó til þess að vera jafnan til taks,
hugði það vera þreytu eftir áreynsluna um morguninn
og réð konungi að hvíla sig stundarkorn. Konungur hallaði
sér þá út af á legubekk, og ágerðust þá heldur sárindin
fyrir brjóstinu, og kvaðst hann þá vilja ganga til hvílu
til þess að jafna sig betur, gekk hann óstuddur til svefn-
herbergis og þáði eigi neina hjálp til þess að afklæðast.
Þá var klukkan um 2 x/2 er konungur var afklæddur. Af
börnum hans og niðjum var Dagmar keisaradrotning þá
ein stödd hjá honum, var henni eigi vel rótt og settist
hún í næstu stofu og hafði opnar dyr á milli. Kl. 3
heyrði hún föður sinn draga þungt andann, og gekk hún
þá að rúmi hans, hann mátti þá eigi mæla, en þrýsti
fast hönd dóttur sinnar. Þegar læknirinn kom að rétt á
eftir, var konungur í andarslitrunum. Banamein konungs
var talið að vera hjartaflog.
1