Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 42
42
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skirnir.
bökkum, sem ganga þverhnípt niður að fjöru, en í flæðar-
máli fyrir neðan klettana er húsaröð, steinstétt, bryggja
löng og baðfæri. Þangað má komast niður um langa
steinstiga eða þá i stórri lyftivél (lift), sem er svipuð
samskonar lyftivélum í Stoekliólmi (Katarina-hissan).
Oróður er mjög mikill og fagur við Shanklin og þar eru
víða háir myrtuviðir hjá húsum. Landslag suður og vestur
af bænum er mjög einkennilegt, þar er meðal annars
djúpt og fagurt gil (Shanklin chine) vaxið alls konar trjám
og stórum burknum. Hálsarnir hækka, er vestar dregur,
þar er eyjan hæst (St. Boniface Down, 787 fet) og þar er
útsjón mest yflr sjó og land og landslag vndislega fagurt
og mikilfenglegt. Þar er á einum stað granítstöpull 70 feta
hár til minningar um Sir Robert Worsley, sem ritað hefir
sögu eyjarinnar; hann átti búgarð mikinn og fagran þar
í nánd. Nátturufegurðin er einna mest við jarðfallið
mikla 'ithe Landslip), þar hafa kiettarnir sprungið fram
á stóru svæði, sokkið og umturnast og eru björg og klungur,
gjár og gil öll þakin hinum fegursta gróðri, trjálimi,
runnum og blómum.
Þá kemur bærinn Ventnor,- sem er svo kunnur fyrir
nátturufegurð og gott loftslag, að menn líkja honum við
Nizza og Madeira. Bærinn er bygður mót suðri utan í
brattri hlíð, svo sólargeislarnir og hin milda sjógola sam-
eina sig í blíðulofti og blómskrauti. Þangað leita margir
þeir á vetrum, sem ílla þola vetrarkuldann; á sumrum er
þai' heldur ekki of heitt, sakir eyjaloptsins og útrænunnar.
Við komum til bæjarins að norðan; þar liggur járnbrautín
um -löng g’öng (1800 - fet) þvers ígegnum hálsanna og
brevtist náttúran fljótt og furðanlega á svo stuttri leið; á
svipaðan hátt, þó i minna stíl sé, eins og þegar farið er
um St. Grotthard göngin frá Sviss tll Italíu. Alt var
glitrandi af sólskini fyrir sunnan, hús og garðar þaktir
marglitum blómum og suðrænum jurtum; það var í byrjun
júnímánaðar og þá. er þar líka alt í fegurstum blóma.
Hálsaruir fyrir ofau bæinn eru .700 feta liáir og hlíðin
brött, hús og götur utan í hallanum, þrep af þrepi eins