Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 83
Skíruir.
Ritdómar.
83
»Eu hvað græSir maSur á öSru eins riti og þessu?«, spurSi
kunningi tninn. er hautt hafði lesið það. J’ví á eg bágt nteð að
svara. Eg sé ekki betur en aS höf. haft aS ófyrirsyuju niistekist
nteð gott efni. Því hér var ágætt efni. ÞaS er vel þess vert að
fylgja eina kvöldstund ferli þess tnanns, setn vill taka sjálfan övin
lífsins inu í hold sitt og blóð og berjast þar við hann með allri
orku viljans og leggja þar við líf sitt. Engutn tnanni fylgir áhorf-
andinn með meiri lotningu út fyrir þröskuld þessa lífs en þeim
sent einu og óstuddur tekur kross anuara á herðar sínar og ber
hann möglunarlaust út í myrkrið. Ett það gerir ekki þessi læknir.
Hatin hrasar um fyrstu freistinguua sem verður á vegi hans. Hann
er ekki nógtt sterkur til að standa e i n tt, og dregur því saklausa
konu með sér og hugsjón sinni í gröfina. Hugsum okkur hann
öðt'tt vísi. Með óbilandi þrjózku vilja síns hylur hann ást sína til
Yildu. Hún yfirgefur hann, en þá er hann sterkur. Hann ber
sinrt kross, fet fyrir fet, þaugað til kraftarnir bila, og þegar hann er
fallinn, neytir hann síðustu orku viljatts til að hylja ást sína til
Yildu, sem stendur yfir honum deyjandi og endurspeglar síðustu
glóð þeirrar ástar, sem hann faldi, af því hanu var hugsjón sittni
trúr til dauöans.
Eg held að það hafi verið nógu margir haltir og vanaðir fyrir
í hintti miklu kvöldmáltíð bókmentanna, þó þessurn lækni hefði,
ekki verið boðið líka. G. F.
*
* *
VORBLÓM. Æskuljóð eftir Jónas Guðlaugsson. Rvik. 1905.
Varla verður búist við því af 18 ára skáldi, að kvæöi þess
ryðji nýja braut eða snerti strengi, sem ekki hafa ómað áður. Fiest
skáld, er gefa út kvæði sín mjög ungir, munu iðrast þess eftir á,
þegar augu þeirra hafa opnast fyrir d/rustu perlunum og erfið'
reynsla hefir kent þeirri hve djúpt þarf að kafa til að ná í þær.
Margt mætti benda á í kvæðum þessum, er ekki þolir strangan
dóm. Engu að síður bera þau víða vott um ríka skáldæð, þau
eru létt-og þytt kveðin og hefir höf. furðanlegt vald yfir málinu.
Virðist enginn efi á því, að hér sé efni í gott skáld, er honunt.
vex þroski.
Ytri frágangur bókaritinar er snotur, en talsvert er af prent-
villum, sem þó verða ekki taldar hér, af því Skírnir hefir annan
metnað en að tína upp allar prentvillur í bókum sem honum eru
settdar. G. F.
6*