Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 81
Sldrair.
Ritdómar.
81
og skal jeg benda á. að öll nöfn, sem birja á Við- (Víð-) standa
of seint, því að það munar mestu og getur vilt firir.
Okost tel jeg það í alþíðlegri útgáfu, að útg. skammstafar
vanalega nöfn þeirra, sem vísur eru lagðar í munn, þar sem nöfnin
eiga að standa firir framan vísurnar, eða sleppir þeim jafnvel alveg.
Uerir þetta alþíðu manna miklu erviðara firir að átta sig á efninu.
Að endingu vil jeg geta þess, að þó jeg sje í mörgu ekki á
sama máli og útg. um kvæði þessi, þá er hitt þó fleira, sem jeg
er honum samdóma um. Leifi jeg mjer í nafni íslendinga að
þakka honum firir starf hans og kostnaðarmanninum firir þá elju
og áhuga, sem hann sínir í því að sjá þjóð vorri firir hollri
andlegri fæðu.
Reikjavík 9. des. 1905. Björn M. Ólsen.
JÓHANN SIGURJÓNSSON. Dr. Rung. Drama i fire Akter. Gyldendalske
Boghandel. Nordisk Forlag. Kabenhavn og Kristiania 1905.
Islendingur frumsemur skáldrit á dönsku. Slíkt er n/ung.
Maður grípur bókina með einkennilegri forvitni og margar spurningar
vakna. Eru þá loksins svo höfgar hugsanir fæddar í íslenzkri sál,
að óferjandi séu á hiuni fornu víkingasnekkju, íslenzkunni? Er
ef til vill eitthvað bogið við það að fæðast, lit'a og yrkja sem
íslendingur, væri ekki betra að íslenzk sál gengi i dönskum bún-
ingi. eða þyzkum eða enskum, skyldi ekki vöxturinn fríkka, hreyf-
ingarnar verða frjálsari? Skyldi nú ekki íslendingseðlið gægjast
fram samt sem áður, skyldi ekki vera eitthvað íslenzkt í tungutakinu,
svo að íslendingurinn þekkist, þrátt fyrir alt, eins og þernan þekti
Pétur forðum í höll Kaifasar, þrátt fyrir afneitun hans? Svo verður
maður vondur og segir með Jeppa á Fjalli: »Talaðu móðurmálið
þitt!« En svo áttar maður sig og fer að hugsa um það, hve fáir
séu hér á landi til þess að njóta þess sem fagurt er og stórfenglegt
og hve miklu veglegra það væri að seðja sálir miljónanna af gnægð
gáfna sinna og vinna athygli þeirra og aðdáun, en fárra sálna hér
á norðurhjara heims, og svo dettur manni líka sem snöggvast í
hug, hve langt um meira sé þar að vinna af fé og frægð en hér
heima, þar sem maturinn stígur í verði, en andinn lækkar. Og væri
þó ekki gaman að freista . . . .? En svo verður maður alt í einu
víðsýnni og frjálslyndari: Andinn er ekki og á ekki að vera bundinn
við stund né stað; alheimurinn er hans föðurland. Hvar á eldur-
6