Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 18

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 18
18 Skilnaður. Sklrnir. Bændur fau’ðu þessa tilbreytni í tal við konurnar sínar. Konurnar tóku því illa. Bændur sögðu, að það væri miklu betra að komast áfram í Ameríku en þessuni hundsrassi. Konurnar sögðust ekki vilja hlusta á þessa bölvaða vitleysu — hvaða erindi áttu þau svo sem til Ameríku? — Var þá betra að fara á sveitina á Islandí en reyna að bjarga sér í Ameríku? Konurnar færðu þetta í tal við menn sína. Þeir tóku því illa. Konurnar sögðu, að hér væri dauft og leiðinlegt og eitthvað væri lífið víst fjörugra í Ameríku. Bændur sögðu, að þeim væri ekki vandara um en öðrum, og hér væri leiðinlegast fyrir helvítis nöldrið í þeim; ætli það yrði ekki eitthvað svipað í Ameríku? Konurnar liöfðu alt á hornum sér um draugshátt á karlmönnum og reykinn í bænum og lekann í göngunum og bölvað ekki-sins íláta- leysið. Þar sem faraldurinn gerði vart við sig, rifust öll hjón út af þessu, ef þeim á annað borð varð nokkuru sinni sundurorða. En eftir deiluna mintust þau þess, að þau höfðu um mörg ár unnað hvort öðru og stritað saman og’ hrygst saman og eintöku sinnum glaðst sarnan. Og svo fyrirgáfu þau hvort öðru ónotin, eins og þau höfðu svo oft fyrirgefið hvort öðru áður, og réðu af að leggja saman út í ný vonbrigði, nýjar þrautir, hugsanlega einstöku sinnum nýja ánægju — í einu orði nýtt líf í annarri heimsálfu, sem þau þektu ekki öllu meira en landið hinumegin við dauðans djúp. I Sólheimakot, til Egils og Sigríðar, kom faraldurinn eins og sólargeisli í sortamyrkur. Þar var aldrei um neitt deilt, hvorki i þetta skifti né endranær. Sigríður vildi æfinlega tafarlaust og af öllu hjarta alt, sem Egill vildi; og henni hugkvæmdist aldrei að vilja neitt, áður en hann hafði látið uppi sinn vilja. Þau höfðu byrjað búskap á kotinu efnalaus. Mönnum hafði ekki litist á það ráðlag. Sveitarstjórninni varð í meira lagi órótt. Hún gerði hverja atrennuna eftir aðra að Þorláki um að byggja þeim ekki kotið. Þetta væri stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.