Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 20

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 20
20 Skilnaður. Skírnir. orðið alveg- víst og áreiðanlegt, að hann lenti aldrei á sveitina. í Stóradal þar í sveitinni var systir Egils, gift efna- kona. Hjá henni var Signý gamla, móðir þeirra. Hún hafðist þar ekki við fyrir þá sök, að hún viidi helzt vera hjá dóttur sinni. Þær mæðgur áttu ekki vel skap saman. Og Agli hafði Signý gamla unnað mest allra barna sinna. Þau voru nú öll dáin, nema þessi tvö systkin. Signý var í Stóradal fyrir þá sök eina, að Egill gat ekki staðið straum af henni og fyrir ýmsra hluta sakir ekki látið fara jafn-vel um hana, eins og þau systkin vildu bæði. En eini fögnuðurinn í lífi Signýjar gömlu var nú orðinn sá að hitta son sinn. Hann kom einstöku sinnum að Stóradal á sunnudögum. Og svo fór hún einn sunnudag á ári um hásumarið i orlof sitt út að Sólheimakoti, þegar kaupstaðarferðir voru nýafstaðnar. Hún færði þá börnum Egils stóra ströngla af rauðu kandíssykri. Þeir molar voru þegnir með meiri ánægju og betra geði en hin dýrustu djásn með stórmennum. Og Sigríður bakaði handa henni pönnukökur og eldaði handa henni þykkan búsgrjónagraut með rúsínum og gaf henni mestmegnis rjóma út á. Til þeirrar orlofsferðar hlakkaði Signý alt árið. Hún var harðánægð, þó að Egill hefði öðru að sinna mikið af tímanum, meðan hún stóð við, og Sigríður yrði að vera frammi í bæ við eldamenskuna, og börnin nentu ekki að sitja hjá henni inni í dimmri og moldar- borinni kotbaðstofunni og vildu heldur leika sér úti á túni. Henni var kappnóg að sitja á rúminu hans Egils og halla sér við og við út af á koddann, sem hann svaf á. Fregnir um bændur, sem ætluðu til Ameríku, höfðu verið að smátínast að Stóradal nokkurar vikur. Signý hafði lítið um það hugsað. En það lítið, sem það var, fanst henni það voðalegt. Hitt kom henni ekki í hug né hjarta, að fyrir gæti komið, að nokkur maður, sem henni þótti vænt, færi að taka upp á öðrum eins ósköpum. Svo þetta kom henni ekki verulega við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.