Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 38
38
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skírnir.
Suðaustur at' Cowes uppi í landi, mitt í stórum trjá-
görðum og- blómreitum, stendur kommgshöllin Osborne
House. Victoria drotning bafði þar í mörg ár aðsetur á
sumrum, hún keypti höllina 1845, en hún var stækkuð
mjög og prýdd að fyrirsögn Alberts drotningarmanns.
Höllin stendur á háum jarðþrepum með blómgörðum, og á
henni eru tveir turnar, flaggturn 107 feta hár og klukku-
turn 90 feta. I herbergjum Victoríu drotningar, sem enn
OSBORNK HOUSF..
(Sumarhöll Yietoriu drotningar).
er haldið óbreyttum, eins og hún skildi við þau, er mikið
af ýmislegum .listaverkum, en annarsær þar ekkert frá
brugðið því, sem vanalegt er á höfðingjasetrum. Þesskonar
skraut er til lengdar þreytandi og leiðinlegt. . Victoría dó
á Osborne 22. janúar 1901. Edvard konungur gaf ríkinu
höllina 1902, og er hún nú .ásamt öðrum byggingum, sem
reistar liafa verið á sömu lóð, notuð fyrir skóla handa
sjóliðsforingjum, og svo er þar líka hæli.fyrir 50isjúka
liðsforingja, sem eru á batavegi.