Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 50
Úr trúarsögu Forn-íslendinga.
Nulla res efficacius multitudiuem
regit quam superstitio.
Curtius.
Ólafur Tryggvason kristnaði Noreg, og af hans völd-
um komst kristni á hér á landi eins og kunnugt er.
Það virðist í fljótu bragði næsta undarlegt, að þessi
tígerhjartaði víkingur skyldi hafa svo brennandi áhuga á
því að boða »trúarbrögð kærleikans«, — og illmennið
Þangbrandur, einn aðalkristniboðinn á Islandi, var þeim, er
hann sendi, fyllilega samboðinn. — En undrunin hverfur
er vér gætum betur að; Ólafur konungur braut Noreg til
kristni og svalaði þannig sinni ríku drottinslund; valda-
frekjan, að brjóta landsfólkið til hlýðni við sig, eigi ein-
ungis sem konung, heldur einnig sem trúboða, hefir að
likindum verið Ólafi Tryggvasyni aðalhvötin til trúboðsins.
Sjálf var kristnin, sem svo harðlega var haldið að mönn-
um, um fram alt »nýr siður«; mannúðarhugmyndanna
gætti fremur lítið, og lilutu þær ásamt afneitun holdsins
og hinni austrænu aðgerðalausu þolinmæði í þrautum, að
vera mjög fjarri skapi þessu grimma og glæsilega rándýri.
Varla voru kristilegri ástæðurnar til kristnitökunnar
en kristniboðsins. Það þarf ekki að taka þetta fram um
þá, sem voru píndir til kristni, og mætti þó ef til vill
fremur segja það um þá, en ýmsa af hinum, sem kristnir
urðu af frjálsum vilja. Hvergi kemur fram sú skoðun,
að sá, sem kastar heiðni og gjörist kristinn, kjósi sann-
leik en hafni falstrú; aldrei er látið í ljósi, að Þórr og