Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 82
82
Ritdómar.
Skírnir.
inn óðal? Þar sem hann brennur. Málið er eldiviður andans, það
skiftir minstu hvort viðurinn er danskur eða íslenzkur, só neistinn
»af Prómeþeifs eilífum eldi«. Gefðu mór hugsanir sterkar og
bjartar og hl/jar, til að verma mig viS og átta mig á. Þaö er það
sem eg þrái. Og svo les maður bókina.
Aðeins þrjár persónur nafngreindar: Dr. Harald Rung, læknir,
Otto Locken, rithöfundur, og Vilda systir hans. Læknirinn rann-
sakar berklaveiki. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, aS líkur séu
til þess, að ef hann sýki sjálfan sig með berklum og taki jafnframt
inn gagneitur, þá takist honum að rækta í sjálfum sér berklategund,
er nota megi til bólusetningar gegn berklaveiki. Vinur hans,
rithöfundurinn, leiðir honum fyrir sjónir hve vanhugsaS það sé aö
leggja lífið í sölurnar fyrir aSra í stað þess að njóta þess sjáifur.
(I svigum verð eg að geta þess, að mér finst rithöfundurinn einn
af þeim ód/rari sem fást í bóka-búðum). En þegar Locken í 2.
þætti kemur ásamt systur sinni að heimsækja Dr. Rung, hefir
hann framkvæmt fyrirætlun si'na. Hann hefur þá opið sár á
handleggnum. Tilgangur læknisins sést bezt á þessum oröum
hans:
»Eg vil berjast við dauðann sjálfan. Eg kalla á hann, 1/k
upp fyrir honum og heyi einvíg viS hann, ekki augnablik, heldur
ár, dag eftir dag og stund eftir stund, og meðan hann er aS firra
mig lífinu skref fyrir skref, ræni eg nokkru af afli hans og tek
það með mér ofan í gröfina«.
En nú takast óðar en varir ástir með Dr. Rung og Vildu.
Hann gleymir sér sem snöggvast og lofar að takast skemtiferS á
hendur með þeim systkinunum. En á síðustu forvöðum sór hann
sig um hönd, hættir við ferðina og biSur Vildu að fara eina með
bróður sínum. En hún vill meS engu móti yfirgefa hann og fer
hvergi.
í fjórða þætti er læknirinn aðfram kominn af sjúkdómnum.
Vilda er hjá honum. Hann vill fá hana til aS yfirgefa sig. Hún
aftekur það. Loks eitrar hann vínber fyrir hana, og þegar tjaldið
fellur, hlær hann hlátri vitfirringsins yfir líki hennar.
Þetta er þá í stuttu máli þráður leiksins. Hann er vel rit-
aður. Margt er þar skáldlega sagt, samtölin fáguð, og stundum
finst manni — aS minsta kosti við fyrsta lestur — að meira búr
bak við orðin en kemur fram á yfirborðinu; en stundum dettur
manni líka tilgerð í hug.