Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 28
28
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skírnir..
sundsins heitir The Solent, austurhlutinn Spithead, og er
sá flói alþektur, því þar ligg'ja bryndrekar Breta oft
hópum saman fyrir utan Portsmouth, þar eru oft hafðar
herskipaæfingar, skipasýningar og skotæfingar og stundum
mikið um dýrðir. Eyjan og sundin eru rammlega víggirt,
og mundi eigi heiglum hent að ráðast á þessar hinar
sterkustu og dýrmætustu herstöðvar Breta. Upp úr sund-
inu skerst fjörður upp að Southampton, og eru um hann
miklar skipaferðir.
Wight er einsog tígull í laginu, lengst austur og vestur
6 milur, en 3 mílur rúmar á breidd frá suðrí til norðurs.
Flatarmálið er tæpar 10 ferhyrningsmílur og íbúátalan
1901 82,387. Eyjan er með öðrum orðum á stærð við
Borgundarhólm eða við líka eins og sveitirnar Flói, Skeið
og Grímsnes samanlagðar, en íbúatalan er meiri en á öllu
Islandi, og þó bætast við tölu þá, sem fyrr var nefnd,
mörg þúsund aðkomumanna á sumrum. Landslagi er
svo háttað, að hálsahryggur 400—700 feta hár gengur
eftir eynni endilangri að sunnanverðu nærri ströndu, en
norðurhlutinn er flatlendur með stöku öldum hér og hvar..
Hálsahryggurinn er úr krít og kalki, og koma krítar-
klettarnir fagurlega fram í vesturenda evjarinnar og enda
þar með háum, mjallahvítum stöpum, sem standa eins og
saumhögg upp úr sjónum og eru kallaðir Nálarnar (The
Needles). Allar ár á eynni renna til norðurs, það eru
smáár, en þó sumar æði vatnsmiklar og breiðar þegar
stórstreymt er, því mjög langt flæðir upp í þær; allar eru
þær grunnar og í þeim sumum eyrar miklar og leirur,.
sumar eru skipgengar allstórum skipum með flæðL
Stærstar eru Jar (vestast), Newton River, Medina Rivér
um miðja eyna, rennur fram hjá Cowes og Newport, og
er lang mest; austast er Wootton Creek.
Englendingar kalla eyju þessa »The Garden Isle« eða
»The Garden of England« og er það réttnefni, hún má
öll heita einn aldingarður. Þverhníptir klettar og höfðar
ganga sumstaðar út að sjó að sunnan og austanverðu, en
annars er eyjan öll þakin görðum og húsum, ökrum og-