Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 73
Skírnir.
Ritdóraur.
73
Ritdómar.
SÆMUNDAR EDDA. Eddukvæði. Finnur Jónsson bjó til prentunar. Kostn-
aðarmaður Sigurður Kristjánsson. Rvík. 1905.
Bjór færi ek þér,
brynþings apaldr,
magni blandinn
ok megintíri.
Fullr er hann Ijóða
ok líknstafa
góðra galdra
ok gamanrúna.
Sigrdrífumál 4. erindi.
Þessi vísa mætti vel standa sem einkunnarorð firir bók þeirri,
sem hjer er um að ræða, og firir fleirum þeim bókum, sem Sigurður
Kristjánsson hefur kostað. Við lestur Eddukvæðanna stíga þær
fram úr mirkrunum, ljósar og bjartar, þessar dásamlegu mindir úr
lífi og þjóðtrú feðra vorra, »öflgar og ástkar«, »blandnar magni
og megintíri«, heil herfilking af svipum frá umliðnum öldum.
Völvan spaka líkur upp firir oss undraheimi hinnar fornu goðatrúar,
segir oss sögu heimsins og goðanna frá Giunungagapi alt fram að
ragna rökum og »regindómi hins ríka og öflga er öllu ræður«.
Vjer sjáum Grímni — það er Oðin grímuklæddan (dulbúinn) —
sitja í bláum feldi milli tveggja elda í höllu Geirroðar konungs og
þilja Grímnismál, uns feldurinn fer að brenna og hatin segir tii
sín og kveður upp dóminn ifir Geirroði: »þitt veitk líf of liðit«.
Þá kemur Freyr fram á sjónarsviðið. Hann hefur sjeð Gerði
Gymisdóttur ganga í Gymis görðum:
armar lystu,
en af þaðan
loft alt ok lögr.
Og af þessu fær Freyr »mikinn móðtrega«. Astin kvelur hann,
hann »sjer jafnvel ekki sólina« firir Gerði:
»álfröðull
lýsir of alla daga,
ok þeygi at mínum munum.«