Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 79
Skirnir.
Ritdómar.
7»
sorgutn kól | — svá mun hljóta at bíða | — hvárki náði hiti né
sól | þann hryggðarjökul at þíða.
I Lokasennu 7 2 táknar þrungin víst ekki »þur, þögul«,
heldur: ’þungbúin’, ’sem mikið er niðri firir’ (sbr. ekka þrunginn,
þrunginn móði).
I Lokasennu 21 ((Err ert Loki ok erviti es fœr pér Oefjun
at gremi) sínir sambandið Ijóslega, að orðin fœr — gremi þíða
ekki: »gtrir Gefjun að gremjuefni«, heldur: ’gerir Gefjun þjer
reiða’. Sbr. 12. erindi: gremjat goð at þér.
I Hrímgerðarmálum 7 segir Atli við Hrímgerði trollkonu, að-
hún ha.fi »legið firir skipum þeirra Helga í fjarðar minni«, auðvitað
í illhvelis líki, og viljað »gefa ræsis rekka Rán« (o: tína þeim og
skipinu), »e/ kcemit þér í þvcrst þvari«. Það virðist liggja í aug-
um uppi, að þvari er hjer hvalspjót og þverst sama sem nú er
kallað þvesti, enn ekki = )>þvcrast« (efsta stig af þverr). Þetta
hef jeg áður sínt fram á (í Arkiv f. nord. filol. IX, 231. bls.) og
Gering fallist á í orðabók sinni ifir Eddukvæðin.
Rúmið leifir ekki að tína fleira til. Enn verið getur, að jeg
fái færi til að ræða fleiri staði síðar í þessu riti við minn heiðraða
vin, útgefandann.
Þá skal jeg minnast lítið eitt á texta kvæðanna. Það er hið
mesta vandaverk að koma honum í rjett horf, og víða hefur út-
gefandanum tekist það vel. Helst þikir mjer það á bresta, að
honum hættir til að gera sjer of dælt við handritin og dæma það
»innskot« eða síðar í aukið, sem honum fellur ekki í geð í kvæð-
unum. Einna mest ber á þessu í Hárbarðsljóðum. Þar heldur
hann, að fullur þriðjungur kvæðisins sje »innskot«, og þessum
»innskotum« er dreift njer og hvar innan um kvæðið, eins og
berjum í skiri. Að þetta kvæði hefur orðið svo hart út undan
hjá honum, kemur einkum af því, að það er fremur öðrum Eddu-
kvæðum óreglubundið að kveðandi. Enn svo higg jeg verið hafi
upphafi. Kvæðið er að formi mjög svipað íslenskum þulum, frjálst
og óbundið, eins og þær, líklega elsta kvæði af því tægi, sem til
er á vora tungu, og dugir ekki að reina að færa það í hinn þröngva
stakk bragreglnanna. Rúmið leifir ekki að minnast frekar á þessi
»innskot«, enda er það bót í máli, að útg. sleppir þeim ekki úr,
heldur prentar þau með smærra letri eða í svigum, svo að hver
getur ráðið sinni skoðun. Samt get jeg ekki bundist þess að taka
fram svo sem til dæmis, að jeg sje ekki, að nein gild ástæða sje-
til að sleppa binu fagra erindi Hvat es með ásum? | hvat es með-