Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 17
Skírnir.
Skilnaður.
17
í Sólheimum — hvað hann hefði oft kviðið fyrir að rifa
sig upp fyrir allar aldir og fara út á forblautar mýrarnar
— hvað hann hefði oft verið þar hundrennandi í vota-
bandi — hvað það var dauflegt að standa yfir sauðfé á
vetrum, hvernig sem viðraði. Hann mokaði upp úr fylgsn-
um sálar sinnar eintómum illum endurminningum um
þreytu og gremju og bleytu og myrkur og bylji.
Og hvað hafði hann svo haft upp úr öllu krafsinu?
Ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann liafði haft ofan í sig
■og sína og staðið í skilum. En hann hafði ekki heldur
neinu kostað til, hvorki til barnanna sinna né heimilisins,
umfram það allra-nauðsynlegasta. Hann fór að sjá það
nú, sem hann liafði aldrei hugsað neitt um fyr, að bað-
stofan var þröng og lág og dimm, og frambærinn eigin-
lega ekkert annað en viðbjóðslegt moldargreni.
Þá var eitthvað annað konungshöllin, sem Vestur-
heimsmaðurinn seldi kjötið sitt í! Og samt hafði Vestur-
heimsmaðurinn verið öreigi fyrir 20 árum, en Þorlákur
verið eins efnaður þá eins og nú — að kalla má engu
bætt við sig, meðan hinn var að eignast miljónir.
Viku eftir að Norðanfara-blaðið kom að Sólheimum
lét Þorláknr þau orð berast um sveitina, að bú hans væri
falt, því að hann ætlaði að fara til Vesturheims næsta vor.
Þetta þótti stórtíðindi. Um þetta leyti voru ekki
nema örfáir Islendingar til Vesturheims komnir, og eng-
inn hafði farið þangað úr Sólheimasveit, né úr nálægum
sveitum. Menn stóðu eins og á öndinni. Hann Þorlákur —
jafn-stöndugur og gætinn maður -—- að ætla að fara að
rífa sig upp og fara til Ameríku! Hvað gekk að honum?
Var hann orðinn vitlaus? Hann Þorlákur!! Ekki
nema það þó!
En svo fóru menn að hugsa vandlegar um Þorlák.
Hann var gætinn maður og hygginn. Ekki leizt honum
á blikuna hér á landi. Efasemdir og kvíði og óþreyja og
áhyggjur blésu í sundur eins og gorkúlur i sálum mann-
anna.
Vesturheimsferða-hugui’inn varð að faraldri.
2