Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 58

Skírnir - 01.01.1906, Blaðsíða 58
58 Úr trúarsögu Forn-íslendinga. Skírnir. En merkilegt dæmi er það um hæðni forlaganna, að um leið og íslenzku höfðingjarnir hyggjast sjá sinum eigin yflrráðum borgið, höggva þeir á ræturnar undir valdi niðja sinna. Það sem oss skiftir mestu í því sambandi, sem hér er íhugað, er nú að fá einhverja hugmynd um það, hvernig kristnin ruddi sér til rúms »i hjörtunum«. Líklega heflr það verið Helvítis-kenningin, sem einna bezt undirbjó hinn grýtta jarðveg undir hið annað útsæði kirkjunnar. Vér höfum séð, hversu óttinn við Helvíti var það atriði trúarinnar, sem rikast var í huga Hallfreðar vandræðaskálds; og svo mun hafa verið um fleiri. Og það hlaut að bíta á sálir þeirra, sem umhverfls stóðu, og kveikja eða efla hið kristilega hugarfar, að sjá hvernig hinir deyjandi menn buguðust af ótta við kvalastaðinn Það má líka nærri geta hvert hefir verið aðalefnið í áminningarræðum prestanna. Getið er um ræðu frá lok- um 11. aldar, sem gefur dálitla hugmynd um þetta. Jón ögmundsson, sem síðar varð fyrsti biskup á Hólum, en þar næst heilagur, talar um fyrir Magnúsi konungi ber- bein, er hann vildi láta taka af lífi Gísl Illugason, sem drepið hafði Gjafvald, hirðmann konungs. »Hyggit at nú, herra konungr, hvárr eldrinn muni vera heitari ok langærri, sá lagðr er í eikistokkinn, er geri' er um ofninn, eðr hinn, sem kveiktr er í þurru limi. Nú, ef þú, konungr, dæmir ranga dóma, þá mun þér orpið í þann eldinn, er í eikistokkinn er lagðr; en ef þú dæmir rétta dóma, eftir þínu viti, þá er þó ván, at þú skírir þik í hreinsunareldi, þeim er af þurru limi er gerr«14). Þetta þótti konungi »strítt talat«. Þó leynir það sér ekki, að íslenzka kristnin er enn á bernskuskeiði þegar þessi ræða er flutt, og er Helvíti hins heilaga Jóns ekki neitt hjá því sem síðar varð. Sagt er frá atviki seint á 12. öld (um 1170), sem bendir til þess, hvernig trúin á Helviti ruddi sér til rúms, og hvernig hún ólst við hatur og heiftrækni. Það hefir verið ekki lítil fróun hefnigjörnum mönnum, að hugsa sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.