Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 58

Skírnir - 01.01.1906, Side 58
58 Úr trúarsögu Forn-íslendinga. Skírnir. En merkilegt dæmi er það um hæðni forlaganna, að um leið og íslenzku höfðingjarnir hyggjast sjá sinum eigin yflrráðum borgið, höggva þeir á ræturnar undir valdi niðja sinna. Það sem oss skiftir mestu í því sambandi, sem hér er íhugað, er nú að fá einhverja hugmynd um það, hvernig kristnin ruddi sér til rúms »i hjörtunum«. Líklega heflr það verið Helvítis-kenningin, sem einna bezt undirbjó hinn grýtta jarðveg undir hið annað útsæði kirkjunnar. Vér höfum séð, hversu óttinn við Helvíti var það atriði trúarinnar, sem rikast var í huga Hallfreðar vandræðaskálds; og svo mun hafa verið um fleiri. Og það hlaut að bíta á sálir þeirra, sem umhverfls stóðu, og kveikja eða efla hið kristilega hugarfar, að sjá hvernig hinir deyjandi menn buguðust af ótta við kvalastaðinn Það má líka nærri geta hvert hefir verið aðalefnið í áminningarræðum prestanna. Getið er um ræðu frá lok- um 11. aldar, sem gefur dálitla hugmynd um þetta. Jón ögmundsson, sem síðar varð fyrsti biskup á Hólum, en þar næst heilagur, talar um fyrir Magnúsi konungi ber- bein, er hann vildi láta taka af lífi Gísl Illugason, sem drepið hafði Gjafvald, hirðmann konungs. »Hyggit at nú, herra konungr, hvárr eldrinn muni vera heitari ok langærri, sá lagðr er í eikistokkinn, er geri' er um ofninn, eðr hinn, sem kveiktr er í þurru limi. Nú, ef þú, konungr, dæmir ranga dóma, þá mun þér orpið í þann eldinn, er í eikistokkinn er lagðr; en ef þú dæmir rétta dóma, eftir þínu viti, þá er þó ván, at þú skírir þik í hreinsunareldi, þeim er af þurru limi er gerr«14). Þetta þótti konungi »strítt talat«. Þó leynir það sér ekki, að íslenzka kristnin er enn á bernskuskeiði þegar þessi ræða er flutt, og er Helvíti hins heilaga Jóns ekki neitt hjá því sem síðar varð. Sagt er frá atviki seint á 12. öld (um 1170), sem bendir til þess, hvernig trúin á Helviti ruddi sér til rúms, og hvernig hún ólst við hatur og heiftrækni. Það hefir verið ekki lítil fróun hefnigjörnum mönnum, að hugsa sér

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.