Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 18

Skírnir - 01.01.1906, Side 18
18 Skilnaður. Sklrnir. Bændur fau’ðu þessa tilbreytni í tal við konurnar sínar. Konurnar tóku því illa. Bændur sögðu, að það væri miklu betra að komast áfram í Ameríku en þessuni hundsrassi. Konurnar sögðust ekki vilja hlusta á þessa bölvaða vitleysu — hvaða erindi áttu þau svo sem til Ameríku? — Var þá betra að fara á sveitina á Islandí en reyna að bjarga sér í Ameríku? Konurnar færðu þetta í tal við menn sína. Þeir tóku því illa. Konurnar sögðu, að hér væri dauft og leiðinlegt og eitthvað væri lífið víst fjörugra í Ameríku. Bændur sögðu, að þeim væri ekki vandara um en öðrum, og hér væri leiðinlegast fyrir helvítis nöldrið í þeim; ætli það yrði ekki eitthvað svipað í Ameríku? Konurnar liöfðu alt á hornum sér um draugshátt á karlmönnum og reykinn í bænum og lekann í göngunum og bölvað ekki-sins íláta- leysið. Þar sem faraldurinn gerði vart við sig, rifust öll hjón út af þessu, ef þeim á annað borð varð nokkuru sinni sundurorða. En eftir deiluna mintust þau þess, að þau höfðu um mörg ár unnað hvort öðru og stritað saman og’ hrygst saman og eintöku sinnum glaðst sarnan. Og svo fyrirgáfu þau hvort öðru ónotin, eins og þau höfðu svo oft fyrirgefið hvort öðru áður, og réðu af að leggja saman út í ný vonbrigði, nýjar þrautir, hugsanlega einstöku sinnum nýja ánægju — í einu orði nýtt líf í annarri heimsálfu, sem þau þektu ekki öllu meira en landið hinumegin við dauðans djúp. I Sólheimakot, til Egils og Sigríðar, kom faraldurinn eins og sólargeisli í sortamyrkur. Þar var aldrei um neitt deilt, hvorki i þetta skifti né endranær. Sigríður vildi æfinlega tafarlaust og af öllu hjarta alt, sem Egill vildi; og henni hugkvæmdist aldrei að vilja neitt, áður en hann hafði látið uppi sinn vilja. Þau höfðu byrjað búskap á kotinu efnalaus. Mönnum hafði ekki litist á það ráðlag. Sveitarstjórninni varð í meira lagi órótt. Hún gerði hverja atrennuna eftir aðra að Þorláki um að byggja þeim ekki kotið. Þetta væri stór-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.