Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 5

Skírnir - 01.08.1907, Side 5
Stephan G. Stephansson. 197 Hverju skiftir það annars um yti’a borðið, ef inn- rætið er ungt? »Láttu hug þinn aldrei eldast, eða hjartað. Vinur aftansólar sértu ! Sonur morgauroð'ans vertu ?«. Þetta segir hann. En vafasamt er þó, að Stephan lifl. samkvæmt kenningu sinni í þessu efni. Hann er að vísu öruggur vinur rnorgunbjarmans, að því er séð verður. En stundum er hann þungyrtur til aftanroðans. — Mikill aftanroði er í trúarbrögðunurn, þeim sem vér höllumst að, Islendingar, og aðrar þær menningarþjóðir, sem ljósbrot aftanroðans fjalla um. En þó er Stephan enginn vinur þeirra í kvæðum sínum, enginn vinur trúarbragðanna. Mér þykir Stephan kaldur í orðum sínum stundum. Lífið fer svona með okkur, mennina. Hann veit það sjálfur. Hann líkir sér við útskagakaldbak. Og þó ann hann ljósinu og hitanum. Því kveður hann á þessa leið til vinar síns: »Þessi vetur aldrei um þig illa næði, snúi fjúki og frostum bæði fyrir þig í: söng og kvæði«. Honum er það ljóst, að því að eins er okkur lífvænt yfir veturinn, að vér lifum í ósvikinni endurminningu um vor- dagana og sólmánuð sumarsins: »Meðan rænist fold og fjöll fati grænu-pryddu : steyptu úr snænum stuðlaföll, stef úr blænum þíddu«. II. Vér eigurn mörg skáld, Islendingar, nú á tímurn og eru sum þeirra góð. En fá þeirra eru fjölhæf. —

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.