Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 10

Skírnir - 01.08.1907, Page 10
202 Stephan G. Stephansson. Stephan þykir ekki vera trúrækinn kirkjumaður eða rótgróinn biflíu-njóli. En hann er mannúðarmaður. Þess vegna vakir hann á verði hjá Davíð konungi, sem harmar son sinn. Og hann kemur í lokrekkjuna til Egils, sem ætlar að svelta sig til bana eftir drukknan Böðvars sonar síns. Harmur Stephans, sem kemur fram í kvæði þessu, eftir systurson hans, er heitur og djúpur. Reyndar heyr- ist ekki til táranna né sézt til þeirra. En harmurinn þrútnar bersýnilega eins og brjóst Egils þrútnaði svo, að þau gengu sundur, klæðin hans. Flestum mönnum er örðugt að vera alt í einu, þótt vel séu gefnir: skáld, vitringur og tilfinningamaður. Stephan er skáld og vitringur alla jafna, þegar hann yrkir. En hann byrgir tilfínningar sínar oftast nær, jafn- vel í sumum erfiljóðum sínum, sem reyndar eru fá til eftir hann á prenti. En í sumurn erfiljóðum hans kemur það í ljós, að Stephan er tilflnningamaður, auk þess sem hann er skáld og vitsmunamaður. Þessir þrír kostir koma fagurlega fram í kvæði einu, sem hann kallar Til Jóns frá Strönd, og er svo að sjá, að Jón hafi mist ástvini sina á elliárum. Kvæðið er á þessa leið: í rökkrinu sjalfboðinn sezt eg hjá þór og syng til þín — viljir þú hlyða; þó hót sé það smá, þeim sem einmana er, við andvökur sínar að stríða; að heyra. að vísan mín vaki hjá sér: kann viljugar stundin að h'ða. Það telja’ ekki, öldungur, um fyrir þór mín æfi-sköp þrekrauna-minstu; eg rek ekki harm þinn ; það hæfir ei mér að hreyfa við strengjunum instu; þvi beiskasti söknuður orðþrota er og ómálga kveðjurnar hinztu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.