Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 14

Skírnir - 01.08.1907, Side 14
206 Stephan Gr. Stephansson. En ánægjan er galii blandin og beiskju. Eg get aldrei hugsað til þess með köldu blóði, að menn eins og' Bólu-Hjálmar og Stephan skuli vera dæmdir til slitverka — hvíldarlausrar erfiðisvinnu og fátæktar. Stephan hefir getið þess í bréfi til mín, að hann yrki að eins, þegar hann er van- heill, eða þegar illviðri er úti, svo að honum sé ófært til verka. Annars kallar nauðsynin á hann til þrælkunar- innar. Þegar eg hugsa um þetta, þá fer gleðin út um þúfur styggrar lundar og geðvonzku. Landar vorir í Vesturheimi hafa haft efni á því að leggja fé í hendur Kirkjufélagsins, svo að það nemur alt að 100 þúsundum amerískra dala — það fé sem komið er sam- an i eignum þess. Hitt er ótalið, sem gengið hefir i kirkju- súginn. Þeir hafa og lagt fram mikið fé til samskota heim hingað og erum vér þeim þakklátir mjög fyrir það, hvort sem holdsveikir menn hafa hlotið gjafirnar eða ekkjur og börn druknaðra manna. — En skáldmæringur þeirra hefir orðið að vera kerra, plógur og hestur í góða landinu. Það sannast sem Stephan segir, nú og fyrri: »Því jafnvel samtíS okkar enn sér ekki sína beztu menn. En tímans breyting birtir alt og bœtir sumum hundraðfalt«. Hann huggar sig við það. Það er og betra en alls ekkert. En þó er þess að gæta, að þau kvæði verða ekki þá orkt um, né betur gerð, þegar maðurinn er kom- inn í gröfina — þau kvæði, sem orkt voru miður, sökum tímaskorts, vanheilsu og fátæktar, heldur en gert hefði verið, ef æfikjörin hefðu verið mildari. Stephan getur þess í einu kvæði sínu, að annirnar styggi frá sér ljóðin sín léttfleygustu, svo að þau líði frá sér s ö n g 1 a u s. Og hann segir þetta satt. Enginn verður liðamjúkur íþróttamaður, sem beygður er af erfiði. Sá maður gengur ekki á árum, sem róið er, né leikur þrem handsöxum í senn, svo að jafnan séu tvö á lofti og tekinn ávalt meðal- kaflinn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.