Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 21

Skírnir - 01.08.1907, Side 21
Jafnaðarstefnan. 213 fjölskylda fær svo þaðan það, sem hún þarf á að halda. Ríkinu 'stjórnar ríkisráð, og sitja í því 3 vitrir öldungar frá hverri borg. Aðaláherzlan er lögð á landbúnað (akur- yrkju). Sérhver þegn í Utopíu skal skyldur að stunda landbúnað um hríð — líkt og er um herþjónustu nú á tímum. Utanferðir eru með öllu bannaðar í Útopíu, nema því að eins, að eyjarskeggjar verði of margir. Eg má nú ekki hafa lengri viðdvöl í Útopíu, þótt margt nýstárlegt beri þar fyrir augu. Þess er þó skylt að geta, að Tómas Morus taldi víst, að eigi þyrftu Útopíu- búar að vinna meira en 6 stundir á dag til að hafa ofan- af fyrir sér og lifa þægilegu lífi. Jafnaðarmenn vorra daga nema staðar við 8 stunda vinnudag. Þeir fara því skemmra en Útopíubúar. Hvorugur þeirra Platós eða Tómasar Morusar hafa nokkurn skilning á framþróun mannkynsins. Báðir sniða þeir af mikilli list föt á þjóðfélagið og segja síðan: »Þessi klæðnaður, sem eg nú hefi gert, er svo fyrirtaksgóður, að á honum þarf engu að breyta; í þessum klæðnaði hlýtur þjóðfélagi að vegna vel allar a.ldir.« En tízkan breytist. Það athuga þeir vitru menn ekki. Þeir eru báðir skil- getin börn sinnar tíðar, sem sést á því, að þótt markmið þeirra sé að skapa jöfnuð meðal mannanna, geta þeir samt sem áður eigi felt sig við að afnema þrælahald. Sekir menn og herteknir skulu vera þrælar, segir í Úto- píu, og skulu vinna öll óþokkaverk. Því hefi eg getið þessara manna hér, að í ritum þeirra eru margir frjóangar, sem seinna meir hafa sprung- ið út og eru nú orðnir að glitrandi blómum, er mikið ber á í garði jafnaðarstefnu vorra daga. Sjálfir mundu þeir, ef þeir hefðu lifað nú, ekki vera taldir í flokki jafnaðar- manna, heldur sameigunga (kommúnista), því að þeir fara skör lengra en jafnaðarmenn, með því að þeir vilja gera a 11 a eign að sameign. En það er ekki markmið jafnaðarmanna, svo sem síðar mun á vikið. A síðari tímum liefir komið fram mikill fjöldi rita um fyrirmyndar-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.