Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 26

Skírnir - 01.08.1907, Page 26
•218 Jafnaðarstefnan. ingu við Útopíu Tómasar Morusar. Á hverri fermílu eiga uð búa 1500—2000 manna. Það kallar hann fylking ffalanx). Þar er uppeldi barna almenningsmál og konan jafnrétthá manninum i hvívetna. Hann útbýr þessar fylk- ingar með kostum og kynjum. Þær áttu að fær- ast út um allan heim og verða iiðir í stóreflis-heimsríki. Nokkrar fylkingar hafa verið stofnaðar á Frakklandi, í Alzír, í Texas og víðar í Vesturheimi, en engin þeirra •orðið langgæð. Nú berst leikurinn yfir Ermarsund til Englands. Á síðari hluta 18. aldar og í byrjun 19. aldar voru horfur síður en ekki glæsilegar fyrir verkmannalýð þar í landi. Vinnuvélar voru þá að leggja út á sigurbraut sína, verk- smiðjuiðnaður (stóriðnaður) í upprás með öllum þeim hörmungum, sem það hafði í för með sér fyrir verk- mannalýðinn. Vélarnar gerðu mesta sæg verkmanna at- vinnulausan. Ein spunavél eða vefnaðar vann á við marga tugi verkamanna — og að sama skapi var hægt fyrir vélaeigendurna að fækka við sig mönnum. Til þess að fá nú eitthvað til að lifa af, neyddust verkamenn til nð bjóða vinnu sína fyrir æ lægra verð. Ekki leið á löngu áður en verksmiðjueigendur tóku að falast eftir konum og börnum til vinnu. Það var ódýrari vinnu- kraftur — því þá ekki að nota hann! Lítið barn gat máske gætt. vélar, sem vann á við fjölda fullorðinna manna, en kaupið, sem þurfti að gjalda því, var sama sem ekki neitt. Misþyrming á börnunum keyrði einkum úr hófi fram. Fjögurra, fimm eða sex ára börn voru lát- in vinna 13 -14 stundir á dag við vélar og í koldimmum kolanámum; — hreppsómagabörn voru beinlínis seld verk- smiðjueigendum af yfirvöldunum. Foreldrar barnanna urðu að láta sér þetta lynda. Það var þó að skömminni skárra að láta þau vinna en verða hungurmorða. En annars kost átti fólkið ekki. Vart getur grátlegra ástand: börnin bráðung tekin og látin vinna sér til bana •og verða óafvitandi til að taka vinnuna frá for- ■eldrum sínum. Eins og nærri má geta, ólgaði gremjan í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.