Skírnir - 01.08.1907, Qupperneq 27
•Tafnaðarstefnan.
219
brjóstum verkamanna, en þeir í'engu ekki að gert. Ein-
staka sinnum brauzt hún þó fram, með þeim hætti, að
verkamenn réðust á sjálfar verksmiðjurnar, breudu þær
og spiltu vélunum.
Hér sannast, að þegar neyðin er stærst, er hjálpin
næst. Upp úr þessum jarðvegi óx mikilmennið E, o b e r t
O w e n, sem varði öllu sínu lífi til að bæta kjör verk-
manna og hjálpa lítilmagnanum. Robert Owen blöskraði
að sjá aðfarir verksmiðjueiganda við verkamenn. Undir
eins og hann gat höndum undir komið, réðst hann í að
■stofna sjálfur spunaverksmiðju í New-Lanark á Skotlandi.
Þar brauzt hann í að bæta kjör verkamanna á allar lund-
ir, stofnaði skóla til að menta þá, reisti handa þeim fyr-
irmyndaríveruhús, stofnaði kaupfélög og margt og mikið
annað, sem til viðreisnar horfði hag verkamanna. Eörn
yngri en 12 ára hafði hann engin í verksmiðjum sínum.
Verkamenn hans héldu launum sinum, þótt vinnuleysi
bæri að höndum. Sá skaði á að lenda á verksmiðjueig-
andanum, sagði hann; ella stafa svo mikil vandræði af
vinnuleysinu. Þeir neyðast þá til að bjóða niður kaup
liver fyrir öðrum og það er mjög skaðlegt og siðspillandi.
Alt gekk fyrirtaksvel í verksmiðjusveit Owens, með-
an hans naut við, og fóru af því miklar sögur. Konung-
ar og keisarar og fjöldi annarra manna víðs vegar að sóttu
til verksmiðjubæjar Owens til að kynna sér fyrirkomu-
lagið. Bjóst Owen sjálfur við, að aðferð sín yrði viður-
kend og tekin upp annarsstaðar. En ekki varð úr því.
Hann átti við mikla mótspyrnu og öfund að berjast alla
æfi. Þegar hann var frá fdó 1858), hraut verksmiðjufyr-
irmynd hans í mola, en rit hans og framkvæmdir hafa
mjög stuðlað að hinni viturlegu verkmannalöggjöf Breta.
Aðalskilyrði fvrir velmegun þjóðfélagsins taldi Robert
Owen viturlegt uppeldi á æskulýðnum; því að, segir hann,
hver maður er ávöxtur af þeim ástæðum, sem hann lifir
við í uppvexti sínum. Þessar ástæður ráða því, hvort
hann verður góður maður eða illur. Sjálfan manninn má
ekki um saka. Vont upplag í manni verður að fara með