Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1907, Síða 28

Skírnir - 01.08.1907, Síða 28
220 J af naðarstef n an. eins og hvern annan sjúkdórn. Með góðu uppeldi er hægt að gera það betra eða lækna það til fulls. Því verður að leggja afarmikla áherzlu á uppeldi æskulýðsins, og er þá ekki sízt nauðsynlegt að koma vinnusemi inn í æsku- manninn. Bezt taldi Owen, að barnauppeldi yrði almenn- ingsmál. — Eitt af boðorðum Owens, sem jafnaðarmenn hafa síðar haldið hátt á lofti, var það, að hver maður geti framleitt meira en hann þarf til viðurværis, ef hann hefir að eins þau framleiðslutæki milli handa, er hann þarf. Með öðrum orðum á hver maður, sem nennir að vinna, að geta safnað í sjóð. Vinnuleysið telur hann, sem fyr segir, slæmt kýli á þjóðlíkamanum, en hyggur, að það hljóti að hjaðna, þegar vinnulaun og framleiðsla séu kom- in í rétt hlutfall hvort við annað. Eins og nú sé ástatt hafi verkamenn svo lítil kaup, að þeir geti ekki aflað sér þess, er þeir þurfi, og því séu kröfurnar til iramleiðsl- unnar minni en vera ætti. Þegar verkamaðurinn fer að fá það kaup, er hann þarf til að lifa sómasamlega, eykst frarn- leiðsluþörfin og þarfnast þá meiri vinnukrafts. Þá kemst á samræmi milli framleiðslu og eyðslu og vinnuleysið hverfur úr sögunni. Eg verð að minnast snöggvast á þýzka heimspeking- inn F i c h t e. Jafnaðarmenn telja hann með forfeðrum sínum og er því maklegt að minnast hans. Kenningar hans, sem jafnaðarstefnuna snerta, eru í stuttu máli þess- ar: Allir menn, sem í heiminn fæðast, eiga rétt á að lifa. Þenna rétt á ekki eg fremur en þú. Hann eiga allir. Allir vilja lifa þægilegu lífi. Það gerir hver maður í skjóli þess, að hann er lifandi vera og menskur maður. Nú er ekki einn öðrum fremur gæddur þessum gáfum. Allir eiga því jafnan rétt á að lifa þægilegu lífi. En eins og ástandið er nú, er velmegunarmunurinn svo mikill, að al- menningur nýtur alls ekki þessa réttar síns. Þessu verð- ur að kippa í lag, og veita öllum, sem vinna vilja, kost á þessum rétti. En skyldan til að sjá um, að hver mað- ur fái að nota vinnukraft sinn, liggur á herðum ríkisins. Fichte reisir því næst í huganum fyrirmyndarríki með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.