Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 38

Skírnir - 01.08.1907, Side 38
130 Jafnaðarstefnan. leiðslufélag yðar í milli, kaupa framleiðslu- tækin og taka sjálfir allan ágóðann af framleiðslunni! Bezt telur Lasalle, að þessi framleiðslufélög yrðu til í skjóli konungsvaldsins, og hann hafði jafnvel von um, að Hohenzollerns-konungsættin mundi vilja beita sér fyrir það mál, en ef það brygðist (sem raun varð á), yrðu verkamenn að brjóta sjálfir ísinn. En fyrsta lífsskilyrði fyrir því, að verkamenn geti hrundið málum sínum í horf- ið er það, segir Lassalle, að þeir öðlist stjórnmála- vald, og skilyrðið fyrir því er aftur, að almennur kosn- ingarréttur verði í lög tekinn. I þessu er fólginn sá hinn mikli skerfur, er Lassalle heflr lagt til jafnaðarbaráttunn ar. Hann beindi jafnaðarmönnum inn á stjórnmálabraut ina. Áður vöktu blóðugar byltingar og strætavíg fyrir jafnaðarmönnum svo sem eina leiðin til framkvæmda á hugsjónum þeirra. Lassalle kom baráttunni inn á grund- völl þingræðisins og benti á ný vopn: almennan kosn- ingarrétt. Lassalle lét eigi lenda við orðin tóm, heldur stofnaði verkmannafélag í Leipzig 1863, er kallaði sig Allgemeiner Arbeiterverein. En svo deyr hann 1864 og kemst þá los á félagið. En árið 1868 koma þeir Liebknecht og Bebel, sem nú eru foringjar jafnaðarmanna, til sögunnar. Þeir stofna voldugt verkmannafélag, er sór sig í lög við kenningar Karls Marx. Árið 1875 snýst Lassallesfélagið í lið við þetta nýja félag. Stefnuskrá þessa allsherjarfélags var sett og samin á jafnaðarmannaþingi í Erfurt. Þessi Erfurtartrúarjátning heflr sama gildi fyrir jafnaðarmenn, má eflaust segja, eins og Ágsborgartrúarjátning fyrir þá, sem eru mótmælendatrúar. Þcssi eru inngangsorðin: Efnaleg framþróun i borgaralegu félagi leiðir til þess, að atvinnurekstur í smáum stíl, þar sem verkamenn eiga sjálfir framleiðslutækin, ber lægra hlut í samkepninni. Verkamennirnir missa eignarréttinn á vinnutækjunum og verða að öreigum; en vinnutæki öll verða eign örfárra

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.