Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 39

Skírnir - 01.08.1907, Page 39
J afnaðarstef nan. 231 istóreignamanna. Eina hugsanleg úrlausn þessa máls er, .að framleiðslutækin verði þjóðareign. Keppum að því! Frá Þýzkalandi færðust siðan verkmannafélög á grundvelli Marx- kenningarinnar til annarra landa. Barátt- an er ekki alstaðar með sama sniði. I henni koma fram ■ólíkar lyndiseinkunnir þjóðanna. Frakkar eru ákafamenn. Englendingar stiltari og ihaldssamari o. s. frv. Verk- mannaflokkurinn þar á Bretlandi hefir á þingi verið milli flokka, hefir verið tungan á metunum, svo að þeim flokk- inum, er verkamenn hafa veitt lið, hefir oftar veitt betur- Flokkarnir báðir hafa því litið verkamenn hýru auga •og viljað sem mest fyrir þá gera, svo að vinátta héldist. Nú við síðustu ráðuneytisskifti varð meira að segja einn verkamaður ráðgjafl (John Burns). Fyrsti þáttur verkmannahreyflngarinnar var stofnun Internationale og Lassalles-félagsins; annar þáttur sam- þyktin á Erfurtarþinginu. En þriðji þátturinn hefst með tilraunum þeim, er gerðar voru til að koma á ný á sam- vinnu milli verkmannafélaganna yfirleitt um öll lönd. Það hafði borið við áður, að vinnuveitendur höfðu náð í .útlenda verkamenn, þegar þeirra eigin verkamenn gerðu verkfall. Til þess að sporna við þessu þótti óhjákvæmi- legt, að koma sambandi á milli verkamanna um öll lönd. Fyrsta heimsþing jafnaðarmanna var haldið í París 1889, meðan stóð á heimssýningunni. Þai' styrktist sam- vinnuhugurinn mjög. Nú eru árlega haldin alþjóðaþing jafnaðarmanna. Sambandið landa í milli verður æ styrk- vara, og verkamenn um lönd öll standa nú saman eins og mikill og breiður veggur, ægilegur og ekki líklegur til að falla í fljótu bragði. Markmiðið, sem kept er að, er þetta: 1) öll framleiðslutæki skulu gerð að þjóðareign. 2) Atvinnuvegir allir skulu reknir fyrir reikning þjóðfélagsins eða verkmanna þeirra, er eiga þátt í fram- leiðslunni. 3) Einstaklingum skal b a n n a ð að reka atvinnu fyrir eigin reikning.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.