Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 42

Skírnir - 01.08.1907, Page 42
234 J af naðarstef nan. undramismun á kjörum manna, sem viðgengst i marg- menninu í stórborgunum. Vér eigum ekki heldur neinn verulegan stóriðnað. Vér höfum ekki af vinnuleysi að :segja. Það er hitt, fólkseklan, sem mest amar að oss. Stéttainunurinn er ekki heldur ríkur á íslandi í saman- burði við önnur lönd og stéttabarátta því eðlilega lítil. En misskifting á kjörum manna þekkjum vér þó. Vinnumaðurinn á eyrinni og stórkaupmaðurinn, sem vinn- una veitir, eiga óneitanlega við ólík kjör að búa efnalega. Vinnuveitandi og verkamaður eru ekki lengur óþekt hug- tök vor á meðal. Verkmannafélagsskapur er ogbyijaður. Verksvið þess félagsskapar er mér ekki gjörla kunnugt um, en mér er sagt, að félagsskapurinn sé með sama sniði sem verkmannafélög erlendra jafnaðarmanna. Rjómabú- in, kaupfélögin og önnur frjáls samtök eru og af sama toga spunnin sem verkmannafélagsskapurinn. Alt er þetta í byrjun, en bendir þó á, í hverja átt framþróunin stefnir. Jafnaðarhreyfingin mun vafalaust verða og á efa- laust að verða landföst á íslandi. Sú öld er og nú að renna upp á Islandi, sem gerir jafnaðarhreyfinguna hagfelda og nauðsynlega. Nú er mik- ið ritað og rætt um að nota betur auðsuppsprettur lands- ins og koma á meiri velmegun meðal landsbúa. Fram- kvæmda í því efni mun og eigi langt að bíða. Það eru allar líkur til, að mikið fé og fjárvald renni inn í landið í þessu skyni. Enginn vafi er á því, að vel má það verða til gagns og velmegunarauka, ef rétt er á haldið. Þess verður að gæta, að hinn vaxandi arður, sem af land- inu fæst, lendi á landsbúum yfirleitt, en ekki einvörð- ungu á einstökum mönnum. Hér getur jafnaðarhreyfing- in vafalaust mikið að gert og á því mikið erindi heim til Fróns, og verkmannaféiagsskapur er í þessu efni nauðsyn- legur og sjálfsagður.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.