Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1907, Síða 45

Skírnir - 01.08.1907, Síða 45
Hví hefir þú yfirgefið mig ? 237 norðvestan var loftið enn þá dimt af myrkri hinnar hverf- andi nætur. Þegar Þórður kom heim frá fjárrekstrinum, bjó hann .sig til kirkjuferðar. Ekki var það þó guðrækni, sem dró hann til þeirrar farar, heldur löngun til að hreyfa sig og njóta blíðviðrisins og náttúrufegurðarinnar. Honum fanst guð vera afarfjarlægur og afskiftalaus um mannlega hagi. Þessi tilflnning var orðin aðalkjarni trúar hans, og hon- 'Urri fanst það engu skiíta, að því leyti, hvort hann fór til kirkju oft eða sjaldan. Jafnskjótt og Þórður var ferðbúinn, lagði hann af stað. Hann fór fram hjá öllum bæjum og skeytti ekki um mannaferðir. Frostkali hafði verið um morguninn, en veður fagurt, eins og fyr er sagt. Nú hafði hlýnað og borið ský í loft og þó lítið eitt; voru skýin í samfeldum flókum, er sigu hægt fyrir sunnanblævi. Tók nú að rauðbrydda skýjajaðrana fyrir upprennandi sól, en innar sló á þau lifrauðum og blárauðum bjarma. Því næst roð- aði hina efstu, svanhvítu fjallatinda, að sunnanverðu; roðinn færðist niður eftir, hnjúk af hnjúk og hjalla af hjalla, en langa, dökka skugga lagði norður af hverri hæð. Og að síðustu rann sólin upp, litlu austar en í há- suðri, bleikrauð og óvenjulega stór að sjá; mjúka, bleik- rauða Ijósblæju lagði yfir dalinn og kristallarnir í snjón- um tindruðu við, eins og augu, sem mæna eftir ást og unaði. Þórði leið óvanalega vel. Hann gekk hratt í fyrstu, en hægði gönguna þegar á leið og naut náttúrufegurðar- innar, hugsunarlaust og eins og í draumi. Þegar hann kom á kirkjustaðinn, var alt messufólk komið í kirkju og presturinn stiginn í stól. Kirkjan var nýleg timburkirkja, sem tók um 100 manns, ferstrend, nokkuru lengri en hún var breið og sneri austur og vestur. Dyr voru á vestur- gafli. Sátu karlmenn innanvert í kirkju, í kór, er var nokkuru hærri en framkirkjan, á bekkjum meðfram hlið- veggjunum; en kvenfólk sat á þverbekkjum í framkirkj- unni, beggja vegna, og var auður gangur eftir kirkjunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.