Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 50

Skírnir - 01.08.1907, Side 50
242 Hví hefir þú yfirgefið mig? Grímur þagnaði og gagnfræðingurinn svaraði ekki. Þó þóttist hann finna veika hlið á röksemdafærslunni, þarsem Grímur kallaði það lykil að kristninni, sem frek- ast var eftirsókt. A hinn bóginn iamaði alvara Gríms hans eigin sannfæringu og auk þess bar hann virðingu fyrir Grími, sein hann áleit óvenjulega gáfaðan og vand- aðan mann; enda hafði hann mikla forvitni á að heyra um trúarskoðanir hans. I þeim efnuin var Jón sjálfur á um- brotaskeiði og vildi þvi ekki leiða samræðuna í það spor, að Grímur kynni að firtast við og þagna; því það vissi hann að um trúarefni var Grímur duiur og orðvar að jafnaði. En það var eins og Grímur hefði lesið í hug hans og tók nú aftur til máls: »Ef til viii hefi eg ekki kom- ist heppilega að orði; ef til vill væri réttara að segja, að vegurinn að hinni sönnu kristni væri ástundun hins góða. Hin rétta kristindómsfræðsla er það að kenna mönnumim, kenna börnunum, að elska guð. Með réttri aðf'erð er þetta oftast auðvelt verk, því barnshugurinn er oftast íullur aðdáunar á því, sem ofan við það stendur, og full- ur löngunar eftir fullkomnun. En í stað þess að leið- beina þessari þrá og ala hana, ruglum við hana, veikjum og upprætum. I stað þess að kenna barninu að elska guð og leita hans, kennum við því »guðfræði«, sem kem- ur í bága við ýmislegt annað, sem því er kent, er langt um of þungskilin fyrir börn og þar á ofan full af mót- sögnum. Við skulum taka ákveðið dæmi: Kirkjan kenn- ir, meðal annars, um djöful, helvíti og eilífan dauða, og til að forða mönnunum við þessu, fórnar guð sínum eigin syni. En skilyrðið fyrir því að sú fórn verði einstaki- ingnum að liði er trú á þennan son, trú, sem mikill fjöldi mannkynsins hefir engan aðgang að og miklum fjölda af hinum er allsendis óaðgengileg, á þeim grundvelli, sem hún er fiutt. Eftir þessari trú eiga mennirnir að skiftast til eilífrar kvalar og eilífrar sælu. — Sleppum því að slík kenning er gagnstæð þroskaðri skynsemi, þroskuðum mann- kærleika og þroskaðri réttlætistilfinningu. Við skulum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.