Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 54

Skírnir - 01.08.1907, Page 54
246 Hví hefir þú yfirgefið mig? Orims, og þetta hafði þau áhrif á hann, að hin venjulega tilhneiging hans til að fara einförum vaknaði. Hann fór þó brátt að hugsa aftur um ræðu Gfríms. Það var sér- staklega eitt í henni, sem hafði fest sig mjög í huga hans, þau ummæli, að fagnaðarþrá mannsins fengi sína fylstu svölun í trúarbrögðunum, þegar rétt væri stefnt. Þetta minti hann á æskudagana; og sérstaklega mintist hann nú eins atviks, sem hann hafði verið búinn að gleyma. Faðir hans hafði farið að heiman og hann átti að annast sauðfé á meðan. Um kvöldið vantaði nokkrar kindur. En um nóttina vaknaði hann við að komin var blind- hríð, svo hvöss, að húsin kiptust við fyrir storminum. Hann hafði farið að gráta, yfir því, að kindurnar, sem faðir hans hafði trúað honum fyrir, mundu nú farast i hríðinni. En þá komu honum í hug orðin: »Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það mun hann veita yður«. Og hann lagðist á bæn og bað af allri sálu sinni til guðs, um að hríðin grandaði ekki fénu, svo hann gæti skilað því heilu í hendur föður síns. Og þegar hann hafði lok- ið bæninni, fyrir lítilli stundu, slotaði hríðinni; og litlu síðar var veðrinu slegið i dúnalogn. Sá innilegi fögnuð- ur, sem þetta hafði vaidið lionum, stóð honum nú lifandi fyrir hugskotsaugum. En hafði þetta verið tilviljun, eða hvað? — Annars hafði hann oft beðið til guðs, í æsku, og oft verið bænheyrður — og oft ekki. Og svo hafði trúin á bænina kólnað smátt og smátt. — En nú var bann orðinn þreyttur af göngunni. Hann fór að langa til að komast heim og hvíla sig. Svo hvarflaði hugurinn að kindunum, hvort þær hefðu allar komist í húsin og hvort önnur útiverk hefðu gerst í réttu lagi. En brátt’hvarf einnig sú hugsun, og hann gekk áfram, í þögulu myrkr- inu, þar sem ekkert heyrðist neina hans eigið fótatak, hugsunarlaust, altekinn af þrá eftir hvíld.----— Guðrún hafði verið ein heima um daginn, með börn- in. Hún lét þau fara í beztu fötin um morguninn og færði þeim sæta mjólk, kleinur og iummur, og auk þess laufabrauð og.magál, sem voru leifar frá kvöldinu áður.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.