Skírnir - 01.08.1907, Síða 56
248
Hví liefir þú yfirgefið mig?
unin til að svala henni. Þórður varð var við að hún
vakti og' kastaði á hana kveðju. Svo spurði hann:
»Viltu ekki fara á fætur og kveikja ljósið«? »Mér sýnist
að þú getir það, engu síður en eg«, svaraði hún. Það
var nístandi kuldi í röddinni. Þórður svaraði ekki; hon-
um fanst lífið vera svo undarlega þungt og einmanalegt,
líkast því að hann væri staddur á eyðiey, þar sem livergi
sá til lands og engin var hjálparvon. Hann þreifaði fyr-
ir sér í myrkrinu og fann þrífættan tréstól og settist á
hann við borðið. Og nú mintist hann aftur þess innilega
fagnaðar, sem hann hafði fundið til, þegar guð bænheyrði
hann í hríðinni forðum og reyndi að biðja til guðs. En
honum var ómögulegt að leggja allan hug sinn í bænina;.
hún varð tóm orð, köld og dauð. Skyndilega greip hann
slík sálarangist, að hann hrökk við og köldum svita sló
út um hann: Hann hafði tarpað tilfmningunni um til-
veru guðs. — -—
Guðrún kom inn með ljós. Hún hafði strax iðrast
eftir því, hve hún tók Þórði beisklega og vildi bæta það,
en þorði ekki að koma til hans og vissi ekki hvað hún
átti til bragðs að taka. Sigriður var nú lika vöknuð og
spurði: »Er orðið langt síðan þú komst, pabbi minn?«
Köddin var þýð og full af hinni einlægu ást dótturinnar.
En hún hafði engin áhrif á Þórð; hugsun hans var rnátt-
vana og tilfinningarnar hljómlausar og kaldar. Þetta eitt
var skírt: að guð hafði fjarlægst hann smátt og smátt
og nú að lokum yfirgefið hann til fulls. Og þá — hvað-
hafði hann unnið til? — Eða var guð hefnigjarn? —
— Ellegar var hann alls ekki til?----------—