Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 61

Skírnir - 01.08.1907, Page 61
Alexander Petöfi. 253 Einhversstaðar sigtidu á sviSi Sof, Petöfi minn ! í friði; Hvíldu í dauðans myrku móðu, Miðlar ættjörð legi; Hún gaf þér um æfina’ eigi Of mikið af góðu. Þannig lauk æfi Petöfi og þannig hvarf hann úr heimi á dagmálaskeiði æfinnar, fullhuginn snjalli og frels- isskáldið göfuga, Jáfnsnjall við sælan Sjafnar draum Og sverða þyt á dauðastundu. En það sem ekki hvarf úr heimi, það voru hin ódauðlegu skáldmæli hans og endurminningin um hetjuna ungu, sem innsiglaði frelsistrúna með blóði sínu; hann lét sér ekki nægja að lifa og ljóða fyrir frelsið, hann fórnaði lífi sínu fyrir það og sú fórn var eigi að eins fyrir frelsi hans eigin ættjarðar, heldur eftir hans hugsjón fyrir »heims þjóða og heimsins alls frelsi«. Það, sem eftir hann liggur sem skáld — hvað mundi það ekki hafa orðið, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið? — það nægir til að setja hann i röð meðal heimsins fremstu ljóðskálda, sérstaklega sem ásta, frelsis og herhvataskáld. Og það skal aðallega tekið fram, að sannara skáld en hann hefir aldrei verið. Menn hafa brugðið honum um öfgar og ofsa í þjóðveldis- fylgi og ofstækilegt furstahatur, og gerði það allmarga samtíðísmenn honum fráhverfa. Hitt er aðgætandi, að þá gekk voldug frelsis- og byltingaalda yfir Norðurálfuna, þó endaslepp yrði, en hann á ungum aldri og ekki farinn að setjast. Það er og sannast að segja, að enda þótt öfga þessara gæti í kvæðam hans, þá kennir þeirra óvíðast svo að það rýri skáldlegt gildi kvæðanna. Ber hér að sama brunni, að Petöfi var í insta eðli sínu svo sannur, bæði sem maður og skáld, enda segir hann um sjálfan sig í bréfi til eins af vinum sínum: »Þegar eg fæddist, lögðu forlögin hreinskilnina í vöggu mína eins og reifa; •eg mun líka taka hana með mér í gröfina eins og lík-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.