Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 63

Skírnir - 01.08.1907, Side 63
Alexander Petöfi. 255 hafa yið að þýða kvæði hans; svo mikið þykir til þeirra koma á þýzkalandi. Fjölda margar þýðingar á öðrum málum eru gerðar eftir hinum þýzku, því ungverskan eða magýariskan er af örfáum lærð. Hún er af þeirri tungumálaætt, sem nefnist hin túranska, systurtunga finsku og tyrknesku. Segja þeir, sem til þekkja, að hún sé eink- ar hljómfögur í skáldskap. Um það ber öllum saman, að mesta vandhæfi sé á því að ná hinni einkennilegu snilli Petöfi, en hvað sem því líður og hversu svo sem þýðing- arnar eru í samanburði við frumkvæðin, þá er samt skáldskapur Petöfi lesinn og dáður um víðan heim. Tveir á ferö. Um fjöll fara tveir og í tómi Þeir tengt hafa saman sinn gang : Einn yngissveinn fratnandi’ á foldu Og fjall-lækur heimlands á vang. Er síns vegar sveinn fer í hægðum Og seint leggur storð undir fót, Inn hraðfæri íækur sér hendir Um hamrastorð ofan í mót. Og alt at' er yngissveinn þögull Og ei gefur frá sér neitt hljóð, En kátt niðar kliðmikill lækur Og kveður tóm glaðværðar ljóð. Nú fjöll eru báðum að baki Og breið tekur flatneskjan við; Þeir sveinninn og lækurinn leita Á leið fram um sléttunnar svið. En bráðlega breyting nú verður Á báðum, og hún ekki smá, Því skifzt á þeir hlutverkum hafa, Er hauðrið slétt komust þeir á.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.