Skírnir - 01.08.1907, Page 64
256
Alexander Petöfi.
Því dapurt og dauft rennur lækur
Og drepið úr straumnum er hljóð,
En sveinninn svo hraðlega hleypur
Og hátt syngur fagnaðar-ljóð.
Hvað olli? — hinti hljóðnaði lækur
Nú heimhögum fráskilinn rann,
En hlaupandi hinn söng svo glaður,
Því heimiand sitt aftur hann fann.
Það rignir, það rignir.
Það rignir, það rignir — en hverju?
Það rignir kossnm svo ört.
O hve mig sannlega sælan
Sú signaða rigning fær gjört!
Og svo þegar rignir og rignir,
í rennu sjást leiftrin með;
Frá augunum þínum þau þjóta,
Þau þekki’ eg og tíðum hef séð.
En, bitti! nú þrumar, nú þrumar,
Æ, það fylgir leiftrum hvert sinn.
Eg forða mér, kæra! nú kemur
Hann karl gamli, faðir þinn.
Svo stór er veröld.
•'Svo stór er veröld og þú henni hjá,
Míti hjartans dúfan! ó hvað ertu smá,
En ef í mína eign þú skyldir falla,
Eg ei þig léti fyrir veröld alla.
Þú dagur ert, en aldimm nóttin eg,
Með engar stjörnur, svört og raunaleg,
En, ó hver morgunroði rísa næði,
JEf rynnum við í eining saman bæði!