Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 82

Skírnir - 01.08.1907, Page 82
274 Ritdómar. að kinnast landi voru og þjóð. Hann ferðaðist um sumarið, first upp í Borgarfjörð frá Reikjavík og síðan sunnan og austan um land frá Reikjavík til Akureirar, landveg alla leið. Nú í sumar hefur hann gefið út bók þá um ferð sína, er að framan er nefnd. Það er auðsjeð á þessari bók, að höf. hennar er ekki einn af þessum vanalegu útlendu ferðamönnum, sem koma hingað allra snöggvast og hripa svo upp, þegar þeir koma heim, ferðasögur fulla at' vitleisum, misskilningi og sleggjudómum um land og þjóð. Bókin er eflaust hin besta, fjölhæfasta, efnisríkasta og áreiðanleg- asta ferðabók, sem út hefur komið um ísland nú um langan aldur. Hverlínaí henni ber vott um, að höf. er manna fróðastur um alt, sem snertir land vort, bæði um náttúru þess og sögu og bókment- ir, og að hann hefur haft opið auga firir öllu því sem firir hann bar og eigi síst fyrir því sem einkennilegt er í lindiseinkunn ís- lendinga. Hann stóð og betur áð vígi enn hver annar óvalinn. ferðamaður að því leiti, sem hann skildi vel íslenska tungu, þegar hann kom til landsins, og var ekki lengi að komast upp á að skilja og tala mælt mál. Við þetta komst hann í miklu nánari kinni við þjóðina enn alment gerist um ferðamenn. Og honum fór sem svo mörgum öðrum, er krufið hafa þjóð vora til mergjar: hann varð hugfanginn af henni. Bókin er meira enn ferðasaga, hún er í raun rjettri mjög svo fjölhæf og greinileg lísing íslands. Hún sr í tveim pörtum, og er firri partur »um land og líð«, enn síðari parturinn ferðasaga, enn þó eru kaflar úr ferðasögunni einnig fljettaðir inn í firri partinn. I firri partinum lísir höf. nákvæmlega náttúru landsins, gefur stutt ifirlit ifir sögu þess, lísir læknaskipun, fræðslumálum, iieimilisiðn- aði, listum, atvinnuvegum, híbxlaháttum o. s. frv. í þessum köfl- um hefur hann stuðst við hin bestu heimildarrit, sem til eru, eink- um rit Þorvalds Thóroddsens og Ð. Bruun’s, og er furða, hve fróð- ur hann er í því éfni; honum hefiir jafnvel ekki skotist ifir greinir í ísienskum blöðum og tímaritum. Sjerstaklega er fróðlegur sá kafli, sem lísir viðskiftum íslendinga og Þjóðverja að fornu og níju. I síðari kaflanum segir höf. frá ferð sinni um Suðurland og Aust- urland norður til Akureyrar. Má þar sjerstaklega benda á hina ágætu lísing hans á Skaftafellssíslu, sem fáir ferðamenn hafa áður farið um eða líst. Öll bókin er Ijós vottur þess, að það var ekki ofmælt, sem filgdarmaður höf. Ögmundur Sigurðsson, sagði við hann að skilnaði að hann væri sannfærður um, að vjer íslendingar ættum í honum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.