Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 85

Skírnir - 01.08.1907, Side 85
Erlend tíðindi. Friðarþingið í Haag. Þa<5 hófst í miðjum júnímán. og stóð’ þann ársfjórðung allan, er hér segir frá. Þar komu fulltrúar frá 46 rlkjum alls víðs vegar um heim. — Fyrra þingið, 1899 (18. maí—29. júlí), sóttu ekki nema 26 ríki alls. Forseti þessa þings var kjörinn Nelidoff fursti frá Rússlandi, enda hafði ltússakeisari stefnt til þess, eins og hins fyrra. Þing þetta hafði mörg mál til meðferðar, en varð fremur lítið ágengt. Stjórn Breta, þeir Campbell-Bannermar, og hans félagar, höfðu ráðgert í vetur að halda fram á þessu þingi samtökum meðal stór- veldanna um að stöðva frekari vígbúnað, ef ekki draga úr honum heldur; en gugnaði á þv/, er það mál fekk lítinn byr, einkum hjá Vilhjálmi keisara og ráðgjöfum hans, og sendi liðléttinga á fund- inn, eins og henni stœði nokkurn veginn á sama um hann; ella hafði veiið búist við, að Campbell-Bannerman mundi taka sjálfur að sér að reka þar erindi Breta, og mundi það þá hafa verið gert af allmiklum skörungskap. Tvær mikilsverðar ráðsályktanir hefir þó friðarþing þetta gert. Onnur er um alþjóðlegan skiptökudóm, eða milliríkjadómstól, er skera skuli úr, hvort hertekin skip annarra ríkja en þeirra, er við eigast í hernaði, hafi verið rétt tæk. Slíkir dómar hafa háðir verið í því landi, er skipið cók og að þess ríkis ráðstöfun, er það hervirki vann; en sú tilhögun er eigi líkleg til óhlutdrægni. Þetta mun því vera mikil réttarbót, og var hún samþykt nær í einu hljóði (21. sept.) eða með 37 : 1 atkv.; 6 voru fjarverandi. Hin réttarbótin er sú, að alþjóða-gerðadómur sá, er stot'nsett- ur var þar í Haag á fyrra friðarþinginu, á nú að verða fastadóm- stóll, en eigi kvaddur til setu þá fyrst í hvert sinn, er ágreining- ur er upp kominn ríkja í milli.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.