Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 4

Skírnir - 01.04.1908, Side 4
100 Konráð Gíslason. og Hallgrimi Scheving eða þeim Fjölnismönnum. Þjóð- ernisaldan utan úr heiminum nær betur til landa í Höfn, en upptökin voru þó hjá kennurunum heima. Finnur hefir eigi forntungulærdóminn nema rétt til spari, þegar hann yrkir, og endur og eins í Sagnablöðunum. Sveinbjörn er maðurinn, sem fvrstur er sér þess vel vitandi, að nota fornmálið til umbótar ritmáli og talmáli þátímans. Hin heilsubótarlindin var alþýðumálið, óspilt í ýmsum héruðum landsins. Því hélt Sigurður Gunnarsson, er síðar var prestur á Hallormsstað, fram í Bessastaðaskóla, og þá varð Sveinbirni að orði, að það væri vandasamt að læra að tala og rita fagurt mál, »en gott er að lesa fornsögurnar okkar«, bætti Sveinbjörn við. III. í æfisögubrotinu sem Konráð sjálfur reit á dönsku og dr. Björn þýddi framan við æfisöguna í Tímaritinu, tekur Konráð það fram, að faðir sinn hafi verið hreppstjóri, en hann víkur vart að því, hvaða stórmerkur íslenzkur fræði- maður Gísli gamli var. Gísli varð á undan rétt öllurn alþýðumönnum í náinni kynning á fornritunum. Allur almenningur varð að bíða prentunar á sögunum, sem enn átti nokkuð langt í land, en Gísli varð ritunum handgenginn vegna hins mikla af- ritunarstarfs sem hann hafði fyrir Hallgrím Scheving á vertíðunum og seinna heima hjá sér í Skagafirði. Konráð gat sagt um föður sinn nokkuð svipað og Benidikt Grön- dal kvað um sinn föður: »Þaðan er mér kominn kraftur orða, meginkyngi og myndagnótt«. Auðvitað var Gísli enginn snillingur. Espólín var fyrirmyndin hans. Og svo nýtur Konráð föður síns hjá Bessastaðakenn- urunum. Hallgrímur Scheving lætur hann hjálpa sér til að bera saman íslenzk fornrit með sér, að því er Konráð sjálfur segir frá. A sumrin er hann kaupamaður á Bessa- stöðum. Þangað var þá komið til að læra undir skóla sýslumannssyninum frá Ketilstöðum á Völlum. Sá sveinn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.