Skírnir - 01.04.1908, Qupperneq 9
Konráð Gislason.
105-
Sumarið 1786 útvegar Árni biskup á Hólum Jóni
uppreisn, en þó raátti hann ekki verða prestur aftur í
Skálholtsbiskupsdæmi. Þetta sama haust kemur Jón að
vestan kynnisför norður, og kemur hann þá að Völlum, enda
var þar ferjustaðurinn. Miseldri var mikið þeirra hjónanna
á Völium, Konráð var vetri eldri en hálfsjötugur, en Jó-
fríður hafði einn um tvítugt. önnur munnmælasaga greinir
svo, að kynningin væri eigi lengri en það, að húsfreyja
ferjaði skáldið yfir Vötnin. Hin sagan segir að Jón hafi
verið á Völlum nokkrar nætur, Vötnin óferjandi af haust-
vöxtum. Ekki var síra Jón þá búinn að fá Bægisá, en
satt mun vera um þetta ferðalag hans þá. Og Gisli er
fæddur í Júní 1787.
Af óprentuðum erindum eftir síra Jón er það kunn-
ugt, að honum var vel til Gísla Konráðssonar, en á því
er reyndar lítið að byggja.
Jófríður Gísladóttir var fríð kona og vel gefin, en ef-
laust hefir henni verið ástlítil giftirigin, er hreppstjórinn
tók hana af vergangi. Og í ættinni lifa þau munnmæli,.
að síra Eggert í Glaumbæ hafi átt hinn drenginn, sem
unga konan ól Konráði gamla. Sá síra Eggert kemur við-
æfisögu Gísla (Tímaritið 1897), sagður að hafa verið »ærið
við öl« er sveinninn var skírður að Víðimýri. Og svo er
mælt um síra Eggert, að aldrei hafi hann ófullur farið af
annexíunni, og altaf tekið saman við einhvern sóknar-
mann upp úr messunni, og þótti slíkt þá fjör og karl-
menska.
VII.
Konráð var keikur og kvikur fram til efstu elliára.
»Hann var vel knár í skóla«, segir Páll Melsteð um hann.
»Og báðir voru þeir Jónas vel glímnir«. »Eg sá Konráð'
ekki falla í glímu«. Þegar Konráð var maður sjötugur,.
var Magnús Eiríksson í jólaboði hjá honum og systurson
Konráðs, Indriði skáld, er frá hefir sagt. Vel var veitt
og neytt og gekk Magnús um gólf, og gat þess að nú