Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 11

Skírnir - 01.04.1908, Side 11
Konráð Gíslason. 107 í samsætinu, sem reyndar þótti lítils verður í hóp landa, sagt, svó Konráð heyrði: »Það var þá líka maður«. Kon- ráð þurfti ekki meira. Sennilega segir hér frá einum og sama viðburði. Konráði var óefað þungt til Jóns Sigurðssonar. Þegar að því kom að landið keypti bækur og handrit Jóns, nefndi stjórnin þá til Konráð og Vilhjálm Finsen að meta. Jóni var það nokkuð áhyggjuefni, og bað systurson Konráðs að verða einhvers vísari um álit gamla mannsins. .Tón þurfti að fá 20—25000 kr. til að geta losað sig úr skuld- um. Konráð lét það fljótt uppi, að handritin ein, 5000 að tölu, væru 25,000 kr. virði, og allar bækurnar væru þá i ofanálag: »Eg hefi aldrei verið á móti Jóni með pen- inga«, bætti hann við. VIII. Enginn man nú Konráð fyrir 1850 nema Páll: »Eg dáðist að Konráði — mest fyrir latínuna«. Jónas var Páli samrýmdari, en hvorugur þeirra, Jónas né Konráð, eru Páli svo hjartfólgnir í endurminningunni, sem tveir aðrir skólabræður hans: »Gísli Hjálmarsson, hann var minn maður — og Brynjólfur Pétursson«. Páll getur eigi minzt manngæða þeirra ógrátandi. Ljúflingarnir tveir og listamennirnir voru báðir stór- lyndir og samkomulagið eigi ávalt sem bezt, en hvorugur gat þó án annars verið. Það hafði hlaupið ilt i þá einn daginn sem oftar á Garði. Þá bjó Konráð með Torfa Eggerz, en Torfl lá sjúkur á spítala og Konráð var því einn í herbergi. Þeir Páll og Jónas bjuggu saman og voru háttaðir um kveldið, og var dálítil skima af tungsl- ljósi. Þá er látin upp hurð og ekki barið, og maður vindur sér inn og sezt á kofort, sem var eina sætið i her- berginu. Allir þegja um stund, og þá segir gestur: »Má eg hrækja?« »Svona tiltæki var einskis nema Konráðs«. — »Oútreiknanlegur«, segir Páll, eitthvað líkt og það sem í fornsögum heitir um mann, að hann væri »hugkvæmur og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.