Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1908, Síða 15

Skírnir - 01.04.1908, Síða 15
Marjas 111 — Nei? sagði Grímur. — En borða þeir þá ekki sykur? Sykur er ekki. matur, sagði eg. — Nei, þeir borða ekki sykur, sagði Grírnur. Eg hug- leiddi málið um stund. — Er nokkurt gaman að vera engill? sagði eg þá. — Svo er sagt, sagði Grímur. Eg fann, að sjálfsafneitun fóstru minnar var mér jafn- dularfull eins og englarnir. Og hún átti ekki vald á matnurn einum. Hún réð öllu. Eg vissi ekki, hvernig eg vissi það. En eg vissi það. Allir höfðu beyg af fóstra mínum. Eg þorði alls ekki að nefna neitt við hann, nema eg væri gagngert sendur með skilaboð til hans. En fóstra mín lét hann gera alt, sem henni þóknaðist. Eg viss ekki, hvernig hún fór að því. Hún var minst vexti og kraftaminst á heimil- inu. Ekki gat hún ráðið við neinn — nema mig, auðvit- að. Hún skipaði aldrei neinum neitt — ekki einu sinni mér. En hvað sem hún orðaði við fóstra minn, það gerði hann, eða lét gera. Og væri hann eitthvað tregur, þá brosti hún við honum. Og þá var tregðunni lokið. Nei, fóstra mín var ekki eins og annað kvenfólk. Iíún kom ekkert málinu við. Manga var eins og annað kven- fólk. Og eg fyrirleit kvenfólk. Eg heyrði sagt, að Manga væri lagleg. Það gat eg ekki séð. Eg heyrði sagt, að hún væri um tvítugt. Mér var alveg sama, hvort hún var tvítug eða tíræð. Mér var sagt að hún hefði fallegasta hárið í öllum dalnum. Eg sá að það var glóbjart, og að flétturnar náðu niður undir mitti, þó að húa nældi endunum undir húfuna á sunnudögum. En mér var alveg sama þó hún væri sköll- ótt. Mér var sagt, að hún væri karlmanns-ígildi að burð- um; það vissi eg að var satt. Eg vissi, hvað hún hafði klipið mig fast upp við lækinn, þegar hún var að þvo sokkaplöggin, og hafði verið að sneypa mig, og eg náði i ausuna og helti úr henni yfir hausinn á henni. Og eg mundi, hvað hún hafði barið mig fast í eldhúsinu, þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.