Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 18

Skírnir - 01.04.1908, Page 18
114 Marjas ur altaf á hinum. — En mánaðardaginn? Mitt afmæli var alt af talið eftir mánaðardegi. — Þá brast Jónas með- öllu úrræðin. Nei, Jónas vissi ekki alt. Mér fanst hugsanlegt, að- eg gæti einhvern tíma að sumu leyti jafnast við hann, þó að það væri óhugsanlegt að jafnast nokkuru sinni við Grím. Tvent var það samt, sem eg vissi, að Jónasi var til lista lagt um fram það, sem eg gat gert mér nokkura von um. Þar var hann jafnvel Grími fremri. Annað var fjáraugað. Hann þekti ekki að eins allar kindurnar á heimilinu. Svo snjall var Grimur líka. Eg þekti enga þeirra nema gráhöttótta á, sem eg átti sjálfur. Og liana þekti eg ekki heldur með vissu, þegar hún hafði nýlega verið' rúin. En Jónas þekti líka hvítu lömbin á haustin af mæðr- um sínum. Þá list lék jafnvel Grímur ekki eftir honum. Hitt var fæturnir. Hann liafði þá stærsta á heimilinu, ekki eldri en hann var. Það þótti mér svo dásamlega karlmannlegt. Svo að það var alls ekki að ástæðulausu, að mér þótti all-mikils vert um Jónas. Og hann vissi líka miklu meira en eg, þó að hann væri ekki fróður um mánaðardaga. Stundum dró hann mig sundur í logandi háðinu fyrir alla mína vanþekking. Eg sagði honum frá vofunum, því að þær þótti mér mest um vert af öllu, sem eg hafði heyrt getið um. En þá hafði eg gleymt heitinu á þeim, og kallaði þa't' dúfur. Þá hló hann svo hátt, að mig tók í allan líkamann af háðinu. Og lengi á eftir, inarga daga, spurði hann mig, hvort nokkur dúfan hafði nýlega tekið mig upp í háa loft. Það var þungbær raun, að láta fara svo með þann fróðleikinn, sem merkilegastur var alls þess, sem eg vissi. Samkomulagið við Jónas gekk nokkuð í öldum. Stund- um voru með okkur dáleikar. Þá fór eg oft með honum út í hlöðu, stóð hjá honum, meðan hann var að leysa heyið og láta í meisana, og miðlaði houum af þeim auði, sem eg hafði þegið af Grími. En stundum var fátt með okkur. Einkum eftir að eg hafði átt í einhverjum skær- um við Möngu. Eg fann að hann var æfinlega á hennar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.