Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 23

Skírnir - 01.04.1908, Page 23
Marjas. 119 — Það gerir ekkert til. Eg veit það, sagði Jónas. Eg þagði. Og samvizkunni var mjög órótt. — Heldurðu ekki, að það væri gaman að spila mar- jas a 11 a n sunnudaginn kemur, nema meðan eg er í fjósinu? Og vaka nokkuð lengi fram eftir kvöldinu? sagði Jónas. Jú, eg hélt, að það væri mjög mikið gaman. — Eg skal nú gera það fyrir þig, ef þú segir mér a 11 um þennan brag. Og þá getur vel verlð, að eg spili við þig fleiri sunnudaga. En þú mátt ekki leyna mig neinu. Þú verður að gefa mér hönd þína upp á það. Og það er bezt, að þú sveiir þér upp á það líka. Og þú veizt, hvað við liggur, ef þú svíkur það, sem þú heflr gefið hönd þína upp á og sveiað þér upp á; þá fer þú til helvítis. Eg þagði enn. Eg fann, að þetta var mesta vanda- málið, sem fyrir mig hafði komið á æfinni. Jónas hélt fortölum sínum áfrarn: — Annars gerir þetta ekkert til. Eg v e i t alt um braginn. Eg ætlaði bara að vita, hvað þú vilt vera góð- ur vinur minn. Og eg ætlaði þá að spila við þig á hver- jum sunnudegi í allan vetur. En alveg stendur m é r á sama. Eg hélt, að þetta væri í þ í n a þágu. Alveg má mér standa á sama um þennan brag. — Það er ekki bragur. Það eru r í m u r, sagði eg. Eg kunni ekki við, að rangt væri farið með jafn- merkilegt efni, sem mér kom svona mið vikið. — Nú það eru r í m u r. Æfinlega ertu nógu skýr. Þú hefir nokkuð meira vit á þessu en eg, þó að þú sért ekki hár í loftinu. Eg fann, að þetta voru sæmdar-ummæli. Eg réð af að kaupa þessu við Jónas. Og eg gaf honum hönd mína upp á að segja alt satt. Og eg sveiaði mér upp á það líka. Eg lofaði honum að heyra vísurnar. Og því næst sagði eg honum efnið, eins og það var fyrirhugað. — Vísurnar eru víst æði-vel ortar, sagði Jónas. Og þetta er einstaklega skemtileg saga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.